Færslur: 2018 Október

15.10.2018 19:04

Allar kanínur uppseldar í árÞau voru fá gotin í ár og allir ungar seldust upp enda nokkrir gamlir og góðir kúnnar sem voru búnir að panta með löngum fyrirvara.
Heimilin sem ungarnir fóru á eru algerlega til fyrirmyndar,þeir hefðu ekki getað verið heppnari með eigendur og aðstöðu.
Ég hef verið í góðu sambandi við suma og fengið sendar myndir og video brot.
Það hefur glatt mig mikið að sjá kanínurnar dafna og stækka hjá eigendum sínum.
Öll heimilin eru með útibúr og hlaupasvæði fyrir þær og einnig eru þær inni.
Þetta gefur dýrunum það svigrúm sem þær þurfa og hvíld á milli þess sem þær eru að leika sér og fá knús og dekur frá eigendum sínum.
Einnig er þetta fyrirkomulag að vera með útiaðstöðu fyrir þær hvíld fyrir eigendurnar og það er auðveldara að halda fínu hjá þeim.
Takk öll sem komuð hingað í sumar og haust og fengu kanínur hjá mér,það var gaman að kynnast ykkur.  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar