Færslur: 2015 Mars

22.03.2015 15:26

3 óseld ungdýr síðan 2014Þessi fallega hvíta læða nr 4904 er til sölu.


Hún er mjög forvitin og skemmtileg.
2 brúnir strákar eru einnig óseldir frá því síðastliðið haust en þeir eru undan Rósu og Nóa.

22.03.2015 15:14

Fyrstu kanínu ungar 2015 komnir í heiminn

Fyrstu 3 læðurnar eru gotnar og eru gotin frekar stór.Birgit Bardot og Lúpus komu með 8 unga og líklega eru þrír flekkóttir.
Birgit er rosalega góð móðir og reytti sig mikið og er hlýtt og notalegt hreiðrið hennar svona vel fóðrað.
Hún er mikil móðir og mjólkar rosalega vel.Bjalla og Biggi eru með svipaðann ungafjölda en ég hef ekki viljað telja hjá þeim vegna kulda en hreiðrið hjá Bjöllu er ekki eins vel fóðrað af kanínufiðu einsog hjá henni Birgit.

Þá er um að gera að leyfa ungunum að kúra í friði og ró.
Ég hef bara þefað ofaní þau hreiður sem ég hef ekki viljað hreyfa við ef það skildi vera að einhver ungi hafi drepist.Tinna 4407 sem er ný læða gaut líka frekar stóru goti en einn ungi drapst hjá henni en hann hefur orðið viðskila við systkini sín í hreiðrinu og ekki fengið sopann sinn og drepist.


  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar