Færslur: 2014 Apríl

08.04.2014 22:55

Paranir 2014Paranir 15-03-2014


Dóttir hennar Blökk var pöruð við Kol

Kola pöruð við Lúpus

Bjalla pöruð við Silver

Blökk pöruð við Malla (því miður drapst Blökk stuttu seinna).

03.04.2014 14:24

Kvikmyndastjörnur
Þessir tveir hvítu bræður eru kvikmyndastjörnur og eru að leika í breskri kvikmynd fyrir austan þessr vikurnar.
Tökurnar ganga vel og strákarnir eru voða duglegir að muna rulluna sína.
Þeir eru einsog hverjir aðrir frægir leikarar og fljúga á milli staða á fyrsta farrými.
Minnsta kosti að þeirra sögn en kannski eru þeir eitthað að ýkja :)


02.04.2014 23:03

Fyrstu ungarnir komnir í heiminn


Rósa að undirbúa hreiðurkassann sinn.

Kanínurnar eru að byrja að gjóta,Rósa var fyrst til og gaut 8 ungum þann 30 Mars og önnur læða hún Silva gaut í dag og þorði ég ekki að telja hópinn hennar enda fyrsta got.


Silva kanína

Silva ætlaði aldeilis að búa sér til bæli fyrir utan gotkassann en ég tæklaði það mál þannig að ég tók allt heyið úr búrinu og henti og tók alla fiðuna sem hún var búin að reyta af sér og setti ég hana í gotkassann og eftir smá stund áttaði hún sig á því að það var betra að vera inní kassanum að þessu stússi og reytingum heldur en á berum rimlunum.

Svo eftir smá stund kom fyrsti unginn í nýtt og flott bæli og svo kláraði hún að gjóta og gerði þetta fína hreiður inní kassa sínum.
Rósa hafði gotið 8 ungum og þrír lágu kaldir og dauðir í einu horninu á hennar gotkassa en hún hefur ákveðið að breyta til eftir þessa þrjá og gotið restinni eða fimm ungum í annað hornið og búið vel og vandlega um þá í flottu hreiðri en hinir fengu enga hlýja fiðu yfir sig og hafa króknað úr kulda.
Svona getur þetta farið og er alltaf voða leiðinlegt.
En Rósa er góð móðir og hugsar mikið vel um ungana sína fimm og eru þeir bústnir og fullir af mjólk.

Smá viðbót:
Silva gaut 5 fallegum og hraustum ungum.
  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar