Færslur: 2012 Júní

07.06.2012 21:22

Kanínur á norðurleið:)


Hér hafa Akureyringar verið duglegir að koma og versla sér kanínur og einnig silkihænuunga.

Alltaf gaman að fá norðlendinga í heimsókn,hressir og kátir og ekkert nema jákvæðnin og bjartsýnin sem skín frá þeim.

Mér sýnist og heyrist á þeim að lífið og tilveran fyrir norðan sé að ganga upp og allir eru eitthvað að gera sniðugt þar.

Fólk er að koma sér upp kanínu og hænsnakofum og handverk þar er afar vinsælt og oft ansi flottir munir sem þar er verið að smíða.

20 Júní verða tilbúinir ungar frá 4 holdalæðum og 1 Castor Rex læðu.

Í augnablikinu er bara til einn hvítur holdastrákur (blandaður angóru) og 6 Castor Rex ungar hressir og sprækir.


Ég leyfði mér að hækka verðið á kanínunum úr 5000-krónum í 6000- krónur (fyrir utan VSK) en ég hef ekki hækkað verðið á þeim í hátt í 10 ár.
  
Skelli hér inn að gamni mynd af Kínversku silkihænunum okkar en við erum einnig að selja unga undan þeim og núna eru til í kringum 8-10 stykki.
Unginn kostar 5000-

Og svo erum við með eldgamla útungunarvél/skáp til sölu sem þarfnast smá aðhlynningar en ég notaði hana í nokkur ár og ungaði heilmikið af andareggjum í henni og hænueggjum og gekk vel.
Fleiri myndir af skápnum HÉR

Óska eftir tilboði í gripinn:)
Eða eigum við að gera þetta spennandi og hafa uppboð!
Byrjum á tölunni 25.000-!!!!!!!!

ransy66@gmail.com
  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar