Færslur: 2012 Maí

31.05.2012 19:20

Ungasala að fara á fullt


Holdóra (holdalæða/angóra) með ungahrúguna sína:)

Fyrstu ungarnir hennar Holdóru og 8460 eru farnir að heiman og aðeins tveir strákar eftir.
Eða þetta eru líklega tveir strákaormar 99%öruggt:)
Annar er svartur og hinn er hvítur.

Gotið hennar var svo stórt eða 9 ungar sem allir komust upp að hún var sett í sérstakt búr á gólfinu og með refakassa í staðinn fyrir venjulegan kanínugotkassa.

Steinudóttir.
Þetta búr var reyndar smíðað fyrir hana Steinudóttur en gotin hennar hafa verið að misfarast aftur og aftur og er líkleg skýring komin en sú læða er svo stór að hún hreinlega kemst ekki fyrir í gotkössunum til að athafna sig og traðkar ungana sína niður.

En núna er hún komin í þetta stóra pláss með refakassa og er áætlaður fæðingardagur á þeim ungum 6 Júní.

Vonandi að þetta gangi upp hjá henni núna en Steinudóttir er afar góð og falleg læða sem mér þykir mikið vænt um.

Fyrstu Castor Rex ungarnir eru komnir á sölu og mega fara frá mömmu sinni.

Þeir eru 7 talsins en því miður þá er ég ekki með ættina að móðurinni á tæru þannig að fyrir þá sem eru að rækta þá er þetta ekki vænlegt got í þessháttar verkefni.

Hinir sem vilja bara eiga Castor Rex afþví að hann er ekki einsog aðrar kanínutegundir (harðri í skapi og sterkur persónuleiki) eru velkomnir að kíkja á gripina.

Ég er oft spurð af forvitnu fólki hverjir séu svona mikið að kaupa kanínur en velflestir halda að við séum að framleiða kjöt en því fer fjarri.
Við vorum að sleja kjöt og sendum skinn í uppboðshús fyrir mörgum árum en erum núna algerlega í lífdýrasölu.

Flestir okkar kaupendur eru ferðaþjónustubændur sem eru með litla dýragarða,aðrir eru að versla sér gæludýr í kofa bæði fyrir sig og börnin.

Enn aðrir eru að fara útí að búa sér til sitt kjöt og rækta.

Einnig hafa farið kanínur frá okkur í Þjóðleikhúsið og Borgarleihúsið.

Húsdýragarðurinn hefur keypt af okkur í nokkur skipti.

Ennfremur hafa þær verið við tökur á kvikmyndum.

Einnig hafa þær verið notaðar sem listaverk en þá undir ströngum skilyrðum en það var reyndar bara í eitt skipti.
Þau dýr fengu svo góð heimili eftir sýninguna og allt stóðst einsog stafur í bók.

Það er ansi mikið um pabba sem koma með börnin og líka mömmur en þau eru að upplifa þennan draum í gegnum börnin að eiga kanínur og kofa,það þykir mér ferlega sætt:)

Pabbarnir og mömmurnar þramma á milli búra og skoða og segja barninu að nú megi það velja sér kanínu og á endanum eru þau alveg komin á kaf inní búrin að velja sjálf og mega börnin þakka fyrir að fá að skýra gripina:)

Þeir sem fá EKKI keypt dýr hér eru þeir sem eru að gefa þau í djók afmælisgjafir.
Einnig sel ég ekki börnum sem koma án foreldra eða umráðamanna dýr.

Gotin í vor gengur mjög vel og hef ég ekki misst neina unga að ráði.
Enda hef ég verið dugleg við að fyljast með læðunum og hagræða ungahrúgunum í kössunum þannig að vel fri um þá.
Sumar læður gjóta beint undir opinu og í hvert sinn sem þær hoppa inn lendfa þær á hrúgunni og þá heyrir maður öskrin í litlu krílunum.

Þá verð ég að snúa öllu við þannig að hreiðrið er til hliðar í kassanum og þá eru allir sáttir.

Eins hef ég verið dugleg að setja vír í vatnsnipplana þannig að það verður sírennsli fyrir þá unga sem eru klaufar að læra á niplana en svo kemur þetta hjá þeim og þá get ég tekið vírinn úr.
Eins verð ég að passa mig á því að setja hey í kassanum þegar að þeir fara að byrja að nasla í fíngerð stráin.

Það er að mörgu að hyggja en þetta er skemmtileg vinna:)  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar