Færslur: 2012 Apríl

25.04.2012 16:04

Stór og lítil got í gangi


Héðan eru margar fréttir og mikið að gerast.

Fyrst er að nefna að við förum að verða minnsta kanínubú á landinu ef ég fer ekki að stoppa söluna af en ég seldi 15 kanínur um daginn á einu bretti og nú er úr vöndu að ráða og mig sárvantar holdahögna eða læður inná búið en ný dýr ef ég ekki þorað að taka inn í mörg mörg ár vegna smithættu.

En núna verð ég að gera það EF að stór og falleg dýr finnast einhverstaðar á landinu sem eru óskyld eða fjarskyldar mínum holdadýrum.

Gotin ganga misjafnlega vel og eru annaðhvort alltof margir ungar í gotum eða fáir.

Ein læðan gaut 4 ungum um daginn og tveir voru dauðir og einn risastór á lífi og annar pínulítill sem að dó þrátt fyrir björgunaraðgerðir sem fólust í að hafa hann inná mér í hlýjunni og í útungarvélinni þartil hann var aftur orðinn heitur og sprækur.
Því miður þá skreið hann aftur úr hlýju hreiðrinu og drapst.

En þarsem læðan er bara  með einn unga þá setti ég 2 aðra frá læðu sem var með 7 stykki og þegar að ég tek unga frá læðu þá tek ég altaf minnstu frá og set í fóstur og skil þá lífvænlegustu eftir.

Fyrstu ungarnir á myndinni fyrir ofan eru allir hressir og kátir og mega fara frá móður sinni þann 15 Maí.  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar