Færslur: 2012 Mars

09.03.2012 15:08

Búið að para fyrstu læðurnar og stutt í fyrsta got:)


Castor Rex læða

Ég er búin að para 5 læður og vonandi er ég ekki of snemma í því vegna veðurs en kuldinn getur drepið gotin á fyrstu dögunum.


Það er sjaldgæft samt og ef að læðurnar eru duglegar að reyta sig þá eru hreiðrin mjög hlý.

Ég hef safnað saman fiðu af Angóra kanínunum og ætla að nota hana í að bæta í þau hreiður sem vantar uppá fiðu en læðurnar reyta sig misjafnlega mikið.

Eins til að leiðbeina nýjum læðum í kassana en sumar eru svo vitlausar ef þær fá kassana of snemma til sín að þær fara að nota þá sem klósett og gjóta svo ungunum frammá rimlunum og ef ég er ekki nærri þá drepast þeir.

Ég er rosa spennt að fara að setja upp kassana og það er líka svo gaman að vinna í salnum núna eftir að krakkarnir komu og mokuðu:)

Þessar læður voru paraðar 16 Febrúar:

Holdalæða 9508 pöruð með Holdahögna 9547.

Steinudóttir holdalæða pöruð með holdahögna 9532.

50%-50% Holda/Angóralæða pöruð með 8460.

Þessar læður voru paraðar 7 Mars:

Gribba var pöruð við Opal Rex högna og er þetta smá tilraun í gamni gerð.

Gribba er allra stærsta kanínan á búinu og ekki auðvelt að para hana bæði vegna skapbresta og offitu.

En núna virðist þetta hafa tekist og vonandi fæ ég fallega unga útúr þessu goti.

7615 Holdalæða var pöruð með Holdahögna 8460.

Fljótlega fer ég á fullt að para restina en það er nóg til af læðum og vonandi að þær parist nú allar helst í einu og gangi ekki upp svo að þeir sem eru að bíða eftir ungum fái þá í vor eða snemma í sumar:)

  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328196
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:34:16

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar