Færslur: 2011 Desember

20.12.2011 22:03

Allar kanínur uppseldar þetta árið


75%/25 Angóra/Loop ungi sem ætlar að eiga heima hjá okkur áfram:)

Góð sala á þessu ári bjargaði miklu hjá okkur og erum við bjartsýn á framhaldið.
Fólk er farið að átta sig betur og betur á því hvað það er gaman og róandi að hugsa um kanínur en þessi þöglu dýr geta verið ansi skemmtileg.


Ungverjarnir gáfu mér þennan líka flotta blómvönd og kallinn fékk Koníak af bestu gerð:)

Hingað kom yndislegt fólk sem eru frá Ungverjalandi núna í haust og keyptu þau nokkur dýr og á endanum tóks manninum að suða útúr mér eina svarta kallinn minn sem ég ætlaði alsekki að selja.

Sem betur fer þá átti ég eitt got eftir undan honum en þar eru eftir tveir strákar sem ég ætla að halda í.
Í dag kom Þjóðverji og náði að fá síðustu læðuna undan einni af uppáhaldslæðunum í húsinu en ég verð bara að vona að hún Steinudóttir komi með annað got í vor en hún er að verða gömul blessunin.
Ég.......... bjáninn eina ferðina enn prófaði að gefa smá pínku kanínuköggla frá Fóðurblöndunni og gaf ég ekki nema hálfan kóktappa í fóðurdall hjá læðum með unga og er það sama og ekki neitt en á innan við viku missti ég 5-6 unga og það í þremur búrum.

Ég keypti poka af kögglunum handa Angórukanínunum sem að þola þessa köggla miklu betur en eftir því sem mér skilst þá eru þeir blandaðir sérstaklega fyrir Angóra kanínur sem að þurfa mjög kraftmikið fóður til fiðuframleiðslu.

Nú er ég endanlega búin að gefast upp á því að reyna að gera vel við Loop og Castor Rexana ef ungar eru nærri því þeir bara steindrepast af öllu örlætinu í mér!

Hey-Bygg og smá brauð er í lagi á mínu búi.

Hér er linkur The silent killer sem ég setti inn um daginn á síðuna mína og er þar sagt frá hversvegna svona margir lenda í vandræðum með td unga á aldrinum 5-7 vikna en þeir mega ekki við neinni fóðurbreytingu.
Og þá meina ég að það er stundum nóg að opna nýja rúllu!

Þessvegna sel ég aldrei ungana fyrren en þeir eru fullra 8 vikna en þá eru þeir orðnir betur undir það búnir að fara frá móður sinni og meltingar systemið komið yfir erfiðasta hjallann í þroska.


  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar