Færslur: 2011 Október

20.10.2011 21:15

Loksins myndir af söluungum


Til sölu/for sale........

Í kvöld munu týnast inn fleiri myndir á sölusíðuna hér en ég fékk símhringingu frá Ungverjalandi í dag og átti gott spjall við mann þar sem er að aðstoða vin sinn hér á landi við kaup á kanínum á búinu.
Alltaf gaman að fá nýja kúnna sem kunna að meta það sem maður er að gera og fá innsýn í þeirra kanínuræktun.
Eitthvað er til af Castor Rex ennþá og einnig Loop en síðustu læður verða paraðar núna á næstunni en svo fara þær allar í vetrarfrí.


Þessi fallega kanína er 75%Angóra og Loop en er með Loop feld að mestu.
Ég gerði smá tilraun sem er búin að taka tæp 2 ár og eftir að hafa parað saman tvo ættliði af Angóra og Loop þá fékk ég megnið af ungum með venjulegann feld og tvo með Angórafeld.


Hér er 75%Angóru högni sem ætlar að halda áfram með mér við tilraunina sem ég er að gera:)

Eitt kom á óvart í þessari tilraun en hann Sprelli minn (100% Angóra) sem ég er að nota og para við 50%Angóra 50%Loop læður áttu saman ridsagot sem voru 11 ungar hjá annari og 13 ungar hjá hinni!

Þetta er ekki nógu gott því að læðurnar mjólka ekki ofaní svona stóra hópa og þurfti ég að leita að fósturmæðrum fyrir nokkra þeirra en í svona systkina hópum verða ungarnir yfirleitt minni en ella ef þeir væru færri um mjólkina.

  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar