Færslur: 2011 Júlí

16.07.2011 15:08

Angórakallinn Sprelli klippur og börnin hans


Fyrir klippingu

Það var komið að klippingu á honum Sprella og alveg upplagt að prófa nýju klippurnar sem ég keypti hjá Ísbú í verkið.

Það tók svolitla stund að rifja upp gamla takta frá því ég var klippari í Kanínumiðstöðinni í Njarðvík fyrir margt löngu og var það mesta furða hvað mér tókst að klippa blessað dýrið þó dauðhrætt væri.

Eina sem ég gat sett útá klippurnar var að kamburinn hefði mátt vera ögn grófari þá hefði þetta gengið hraðar fyrir sig.

Einnig var vinnuhæðin við borðið alltof hátt fyrir mig þannig að ég varð að standa og gat þá ekki notað aðferðir við að klippa td afturpartinn og kvið á eins auðveldann hátt og hægt er ef maður situr við verkið með borð í réttri hæð.


Eftir klippingur þarsem ég reyndi að fá fyrirgefningu hjá honum með ýmsum ráðum:)

Ekki gaf hann mikla fiðu í þessari klippingu en fiðan vóg 100 grömm.

En hann er braggalegri á skrokkinn en hann er vanur að vera en hann fær líka helmingi meira fóður en hin dýrin vegna fiðuframleiðslunnar sem tekur alltaf mikið til sín hjá Angórunni.

Sprelli er frjósamur en lítill.

Hann var paraður í vor við tvær læður og komu samanlagt 23 ungar undan honum!


Lítil 75% Angórastelpa:)

Í öðru gotinu eru ungar sem eru 75% Angóra og 25% Franskur Væddari.
Þar fæddust 10 ungar og 2 af þeim eru gríðalega loðnir og fallegir.Svo flottir að systkini þeirra gátu ekki látið þau í friði og sleiktu megnið af fiðunni af þeim!


Lítill 75% Angóra strákur:)

Ég sá þessa hegðun oft í Kanínumiðstöðinni en þá þurfti að splitta upp ungunum til að koma í veg fyrir þetta og ég tók á það ráð að taka mömmuna og þá tvo og setja í sér búr.
Þá fá þeir að njóta móðurmjólkurinnar lengur en hinir sprellarnir.


Eineltis hrellirarnir ógurlegu sem að sleiktu fiðuna af systkinum sínum.

Nú er kominn tími á að tattúvera ungana og er ég loksins búin að finna út áframhaldandi númerarkerfi á þá.
Farin út að merkja:)!


  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328143
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:57:47

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar