Færslur: 2011 Júní

22.06.2011 18:18

Fyrsta Angóra tilraunagotið að fara á sölulistann


Hér eru fyrstu ungarnir sem eru undan læðu frá í fyrra 2010 sem er 50% Angóra og 50% Franskur Væddari (holdakanína) og eru ungarnir undan 100% Angóra kalli.


Sprelli frá Árbakka pabbi unganna með brauðið sitt.

Verð á öllum kanínum hjá okkur er 5000-krónur.

Bæti inn fleirum myndum í kvöld elskurnar mínar.Sýnið mér þolinmæði því það er alltaf eitthvað annað að ske sem að truflar mig í tölvuvinnunni:)

21.06.2011 13:10

Mikil frjósemi í hvítu kanínunumHér gengur pörun með hægara móti en sauðburður tók mikinn tíma frá kanínunum og ekki við þær að sakast.

Ég notaði í ár hann Sprella Angóra kall á örfáar læður en ég er að gera smá tilraun með Angóra og Franska Væddarann og gengur það svona glimrandi vel.

Fyrstu læðurnar tvær sem fengu við Sprella komu með 10 í öðru gotinu og 13 í hinu!

Satt best að segja þá eru þetta ekki spennandi tölur en þetta hefur ekki skeð hér í áratug eða svo en þá fékk ég 14 unga í einu gotu hjá Castor Rex pari.

Þegar að svona nokkuð skeður þá lauma ég ungum undir aðrar læður og hefur það reynst vel og eru Castor Rex læðurnar mjög góðar fósturmæður.

Ungar hafa verið að sejast og margir að spyrja og spá en í dag fer ég með cameruna og mynda þær kanínur sem fara á sölulistann og uppfæri hann en ég hef ekki verið nógu dugleg að gera það.

Svo er verið að plana aðalfund hjá KRÍ en hann verður í Júlí og nánari fréttir verða á síðu Kanínuræktarfélags Íslands mjög fljótlega.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar