Færslur: 2010 Október

11.10.2010 15:17

Bygg,hálmur og hey til sölu


Fréttir af kanínunum eru bæði góðar og slæmar.


Fyrst þær slæmu en ég átti ekki Bygg frá Svani í Dalsmynni í einhverja daga og gaf ég þá í staðinn Pavo sem hefur verið ansi gott fyrir nínurnar en ég gaf cirka 1 teskeið á dýr í 3 daga og var það of mikið og missti ég 7 unga!
Of mikið fyrir þær blessaðar og mátti ég vita þetta og hefði ég bara átt að hafa þær á heyi eingöngu þartil Byggið góða var komið í hús.
Vanalega tekur maður 7-10 daga til að skipta um fóðurtegund og þá gefur maður báðar tegundir og þá nýju í örskömmtum.

En góðu fréttirnar eru þær að nínurnar seljast áfram og engin lát á eftirspurn og þá sérstaklega eru stóru holdakanínurnar vinsælar.

Castor Rexinn er meiri gribba og ekki fyrir hvern sem er að eiga við þær.

Ég get nú ekki annað en dáðst að þeim sem að hafa átt Castor Rex og ekki gefist upp heldur tæklað hann með ráðum og dáðum og þeir eigendur hafa náð að læra að skilja karakterinn og lært að þykja vænt um þær.

Ég kom við hjá henni Loðkanínu Sigrúnu um daginn en hjá henni átti ég rosalega flottan Angóra karl sem er keyptur hingað inná búið mitt í tilraunaræktun en ég er að prófa mig áfram með að blanda saman hvítum holdadýrum með fíngerðari hárum og Angórunni og er ætlunin að reyna að búa til "íslenskar Angórur":)

Hérna er hann Sprelli frá Árbakka í Biskupstungum:)

Nýklipptur og flottur frá henni Loðkanínu Sigrúnu.

Ég fékk kanínublöndu með honum og núna er hann smátt og smátt að venja sig við Byggið sem hann étur með bestu lyst ásamt heyi að vild.

Ég keypti rosalega flottan hálm til að setja undir kanínurnar í búrin fyrir veturinn en það er einnig mjög gott fyrir þær að geta nartað í hálminn með öðru fóðri til að stemma meltinguna af ef að þær fá skyndilega of gott hey.

Stundum kemur það fyrir þegar að ég opna nýja rúllu að þær fá næstum því í magann en þann daginn fá þær bara hey og ekkert annað.
Spörðin verða linari en venjulega en þetta lagast fljótt og ég gef þá bara smá skammt af Bygginu fyrst á meðan að mesti krafturinn er að rjúka úr heyinu.
Vanalegur skammtur af Byggi á hverja nínu er cirka 80-100 grömm en miklu minna þegar að heitt er í veðri.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir Byggi þá hef ég ákveðið að selja frá mér Bygg í smærri skömmtum handa þeim sem eru með bara eina eða fleiri kanínur.

Byggið mun kosta 500-krónur kg.

Hálmurinn sem ég fékk sendann mun ég einnig koma til með að selja en hann er frábær!

Algerlega þurr og ryklaus og laus í sér.

Hálmur 1 svartur ruslapoki troðinn kostar  1000-krónur

Hey 1 svartur ruslapoki troðinn kostar 1000-krónur

Fólk mælir sér mót við okkur ( sími 869-8192 Ransý svarar) og kemur og treður sjálft í poka einsog  kemst í þá af heyi eða hálm!


  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar