Færslur: 2010 Apríl

12.04.2010 13:51

Kanínuferð til Þýskalands


Castor Rex högnarnir mínir í Þýskalandi.

Þá er ströngu og löngu ferli lokið varðandi kaup á og áætluðum innflutningi á Castor Rex högnum en þeir blessaðir eru fastir í krefinu og fá ekki inngöngu inní Íslandið.


Ég ætla nú ekki að æra óstöðugann með blaðri vegna þessa máls en ég og starfsmenn hjá MAST erum komin nokkuð áleiðis með það brýna mál er varðar lagfæringu á reglugerð (eða fá nýja) varðandi kanínur sem EKKI eiga að vera gæludýr á Íslandi heldur Nytjadýr samkvæmt minni útfærslu á kanínum sem nytjaðar eru annaðhvort eða bæði vegna Felds/fiðu og kjöts.

Þær tegundir teljast mér vera Castor Rex Feldkanínur,Angórakanínur og Holdakanínur af hinum ýsmu stærðum og gerðum.

Annars verð ég nú að koma því að en þessir virtu flottu kallar útí Þýskalandi með sín fínu flottu kanínubú og sín fallegu margverðlaunuðu dýr nýta einnig af þeim bæði skinn og kjöt.........Halelúja!

Nú jesúsa sig margir og krossa í bak og fyrir.

En er þetta ekki bara akkúrat það sem er í lagi og hefur verið gert í þúsundir ára að klæða sig og fæða úr efnum frá náttúrunnar hendi.

Þannig að það gæti verið ansi erfitt sumstaðar að ætla að flokka kanínur niður í marga flokka því allar tegundir eru nýttar til manneldis,jafnt stórar sem smáar.

En aftur að Þýskalandsferðinni.

Ég fór og skoðaði þá högna sem mér buðust til kaups en þeir voru 5 talsins og ég ætlaði að versla mér 4 af þeim.

Gasalega voru þeir stórir og  fallegir strákarnir:)

Mr.Boss ræktandinn að högnunum mínum

Eftir að hafa valið 4 högna þá var farið í öll pappíramálin en þýsk yfirvöld og dýralæknaembættið var búið að setja allt á fullt og í flýtimeðferð fyrir mig og högnana mína svo ég næði þeim heim fyrir Páska en þeir áttu bókað flug heim til Íslands þann 9 Apríl og það beið þeirra einkasóttkví á pottþéttum stað hjá 100% öruggu fólki.

Allir pappírar klárir.

Allt stóð einsog stafur í bók hjá þeim þarna ytra hvort sem það var ræktandinn,dýralæknar,fólk á rannsóknarstofunni og mín kæra vinkona Íris sem sá um að vera tengiliður í öllum málum á milli mín og allra aðila í Þýskalandi.


Castor Rex læða hjá Mr.Boss að undirbúa got.

Eftir að hafa borgað ræktandanum fyrir högnana flottu og fyrir læknisskoðanir og Salmonellutestin 2 á dýrunum þá drifum við okkur heim með þá í stærri búr/stíu því flutningsbúrin sem ég keypti handa þeim voru kannski ekki alveg að henta til lengri tíma litið.


Þannig að nú á ég kanínur í Þýskalandi og bíð eftir nýrri reglugerð en það er nú ekki víst að þeir fái að koma inn í landið en ég er með plön á prjónunum og því ekki að setja upp útibú í útlandinu og rækta þar dýr og senda síðan heim!

Það er ALLT hægt ef að áhugi og vilji er fyrir hendi:)

Íris að ræða við Perlfeh högna frá Heiko Semmel búinu.

Ég kíkti einnig á annað kanínubú og þar eru ræktaðar kanínur sem heita Perlfeh og eru mjög fallegar.

Þarna voru aðstæður hinar bestar á dýrunum og gaman að sjá hvernig alvöru ræktendur hafa hlutina.

Margfaldur Þýskalands og Evrópumeistari og er þetta bara hluti af verðlaunagripunum.

Fyrir nokkrum dögum voru breskir kaupendur í heimsókn að versla sér kanínur og von var á öðrum hópi eftir örfáa daga til að versla sér einnig dýr af Heiko:)

Kíkið á heimasíðuna hans Heiko Semmel og skoðið glæsileg dýr.

Eitt er það sem hefur verið áberandi erfitt hjá mörgum ræktendum hér á Íslandi en það er tímabilið eftir fráfærur unganna frá móður.

Þá er einsog þeir sjokkerist við að fá td of mikið fóður en maður er aldrei viss um hve mikið hver ungahópur étur þegar að hann er hjá móðurinni.

Perlfeh læða með stálpaða unga hinumegin við rörið.

Mæðurnar taka mikið fóður til sín á mjólkurtímabilinu og jafnvel eiga þær það til að aféta ungana sína.

Það er nefnilega æskilegt að kanína éti upp fóðrið sítt einu sinni á sólahring (fóðurbætinn) en gott fyrir ungana að hafa frjálsann aðgang að fóðurbæti svo meltingarkerfið verði ekki fyrir of miklum fóðursveiflum.


Unginn að kíkja í heimsókn til mömmu:)

Hér getið þið séð myndir af kanínunum og aðstæðum þeirra á þeim tveimur búum sem ég heimsótti.

Ég þarf nú varla að taka það fram en ætla samt að gera það en við heimkomuna voru öll föt sett í þvottavél ásamt þeim skóm sem það þoldu
og hinir úðaðir með viðurkendum efnum til sótthreinsunar.

Ef okkur tekst áfram að halda kanínum á Íslandi svona hreinum gangvart hinum ýmsum pestum þá erum við í góðum málum:)

Það er afar dýrmætt og hver veit nema að við hér á skerinu getum farið að rækta falleg dýr og flytja út einn góðann veðurdag.
  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar