Færslur: 2010 Mars

26.03.2010 22:45

Ungafréttir...........:)


Fréttir af Fönn og Fannars ungunum.

Það var sem mér datt í hug,Fönn var ekki að ráða við að mjólka ofaní þennan stóra unga hóp sinn (8 stykki) og ungarnir voru farnir að missa aðeins hold og ekki eins bústnir og þeir eiga að vera ef þeir fá  það sem þeim ber hjá læðunni af mjólk.

Tveggja sólahringa gamlir.

Sem betur fer þá gutu Castor Rex læðurnar (þann 24 Mars) fljótlega en það má helst ekki muna nema 1-3 dögum á ungum en það munaði 6 dögum á aldri á ungunum þannig að ég var ansi smeyk um að Castor Rex læðan 9566 myndi ekki vilja taka við þeim enda er hún með sitt fyrsta got og soldið stressuð.

Það sem ég gerði var að skoða alla ungana hennar Fannar og valdi ég 2 þá minnstu/ræfilslegustu og laumaði þeim í ungahópinn hjá 9566 en hún gaut 4 fallegum ungum og þarsem móðureiginleikarnir eru mjög sterkir hjá Castor Rex þá krossaði ég puttana og lokaði kassanum aftur og gekk þannig frá að læðan gat horft í gegnum rimlana á opinu á gotkassanum en ekki stokkið inn með látum.

Þetta gerði ég til að ungarnir myndu samblanda lyktinni og verða rólegir og stilltir þegar að ég svo klukkustund síðar laumaðist og opnaði kassan svo læðan kæmist inn til að gefa þeim mjólkursopann sinn.

Ég bjóst jafnvel við að hún myndi rústa ungunum útum allt og drepa þá vegna þess að aldursmunurinn var það mikill á ungunum  eða þá að þessir 2 fósturungar myndu jafnvel ná að drekka alla mjólkina frá hennar ungum og þeir kannski veslast upp.

En viti menn!

Hún mjólkar hópnum alveg gríðarlega vel og eru þeir allir 6 bústnir og flottir!

Þessir 6 stærstu sem eftir urðu hjá Fönn eru einnig orðnir bústnir og flottir:)

Castor Rex læðurnar mínar hafa margsinnis sannað það fyrir mér hversu góða mjólkurlagni þær hafa og hve umhyggjusamar þær eru gangvart ungunum hvort sem þær eiga þá eða ekki.

Gotgangurinn með kössum,sótthreinsaður og tilbúinn:)

Ég er hætt í bili öllum stórhreingerningum í salnum enda ekki gott að vera að hamast þetta með nýgotnu læðurnar sem líður betur ef ró er í húsinu.

Ahhhhhhh...............Gleymdi að nefna það að hún Perla (Opal Rex) gaut þann 24 Mars og átti hún 5 unga og 1 er Orange Rex,2 Opal Rex og 2 Castor Rex.

 NN 8501 er geld einhvera hluta vegna.
Kannski er ég voðalega snemma í þessu.
Og ein holdalæða til er einnig geld.

Vanalega byrja ég að para í Apríl byrjun en langaði bara svo að para nokkrar snemma og fá nokkur ungakríli í heiminn snemma.

18.03.2010 00:34

Fönn 9503 og Fannar orðnir foreldrar!


Loksins eftir miklar áhyggjur og vesen í mér (ekki í læðunni:) komu í heiminn 8 hraustir og fallegir ungar.


Ég man ekki eftir því að hafa áður haft svona miklar áhyggjur af nokkru goti en ég var búin að setja hana Fönn (9503:) í stóru gemsa stíuna á tímabili með gotkassann þarsem hún ólst upp ásamt mörgum öðrum ungum í fyrrasumar en ætlunin hjá mér var að láta hana hreyfa sig vel til að betur gengi hjá henni að gjóta þessari ungasúpu sem ég var búin að finna inní í henni með þreyfingu á kvið.

En ég er í skýjunum með gotið en líklega er það nokkuð stórt fyrir hana Fönn svona í fyrsta skipti að mjólka.

Ef ég fæ fáa unga undan einni af hinum læðunum sem eiga að gjóta á morgun þá tek ég minnsta ungann frá Fönn og læði honum í fóstur undir aðra læðu:)
Það hefur gengið frábærlega vel að koma ungum úr stórum gotum í fóstur hjá öðrum læðum.

Þegar að slíkt er gert er best að lauma unganum í nýja hópinn og loka kassanum þannig að læðan komist ekki inn til ungana í cirka 1 klukkustund.

Það á að nægja til að ungarnir samlagist og lykti eins.

Ég einfaldlega loka hurðinni á búrinu og set kassann aftur utaná búrið en þá sér læðan að kassinn er á sínum stað en kemst ekki inní hann.

Ég lauma yfirleitt einshverju góðgæti í læðurnar ÁÐUR en ég tek kassann og ÁÐUR en ég opna hann svo þær ryðjist nú ekki inní hann með látum og slasi ungana við það að verja þá.

Best er að Castor Rex læða taki í fóstur frá holdalæðu og öfugt því þá verður aldrei ruglingur á því hver er hvað þegar að tattóveringu kemur.

Gotkassinn á líka að vera þannig úr garði gerður að læðurnar strjúki kviðinn við brúnina þegar að þær fara inní hann og út.
Það kemur í veg fyrir að ungarnir dragist með henni útí búrið eftir mjólkurgjöf en þá er dauðinn vís.

Eins er gott að opið inní kassa sé ekki fyrir miðju heldur aðeins til hliðar.

Það kemur í veg fyrir að læðan lendi akkúrat ofaná ungahópnum þegar að hún fer inn til að gefa þeim að drekka.

Það gerir hún einungis einu sinni á sólarhring og þá er sko hamagangur í öskjunni skal ég ykkur segja:)

Ungarnir hengja sig fasta á spena um stund og drekka af mikilli áfergju og skipta svo hratt um spena einsog þeir eigi lífið að leysa!

Þeir pissa líka þegar að læðan gefur þeim og hún þrífur það jafnharðann og það kemur.

Þessvegna er ekki gott að vera að hræra í ungunum í tíma og ótíma því ef þeir halda að móðirin sé að koma og það er bara hendin á okkur þá þurfa þeir jafnvel að liggja í pissublautu bæli sem er afleitt fyrir þá fyrir utan að ef þeir verða fyrir truflun(okkur) þá geta þeir miskilið hreyfingu í kassanum og farið að leita um allt að spena og kólna þá hratt upp og deyja ef kalt er í veðri.

Ég kíki fljótlega einu sinni á ungahópinn til að aðgæta ef það skildu vera dauðir ungar sem troðast undir og fara svo að úldna.
Ekki gott að sofa hjá slíku fyrir litlu krílin.


9566 gerði klárt sitt hreiður fyrir 3 dögum og reytti af sé hár og bjó til bæli og á næsta sólahring eiga þeir að birtast.


Hvernig væri að segja ykkur smávegis hvernig þrifin og allt hefur gengið hér!

Háþrýstidælan okkar virkaði ekki betur en venjuleg vatnsbyssa.........Argg og urrrr.....!

Við rifum hana í tætlur fram og tilbaka en ekki varð bunan kröftugri við það.

Þá var að stelast í næstu dælu hjá bróður hans Hebba:)
Hún var alveg eins!!!!
Urrrrrrrrrr.............og meira arrrrrrggggg...........!

Læðurnar alveg við það að gjóta og ég komin í ham að þrífa og öll tæki og tól biluð!

Þá var um að gera redda sér annari háþrýstidælu og enn kom bara smá buna!!!!!

Hvað var eiginlega í gangi????

Stúturinn á henni var rifinn og þrifinn líkt og gert var hinar dælurnar tvær og þegar að ég var að pota puttunum í vanmæti mínum í eitthvað á hausnum á dælunni og spurði kallinn afhverju þessi hringur væri laus þá kviknaði á perunni hjá mínum manni!!!

Döööööööö................erum við stupid eða erum við stupid!

Líklega hefur það sama verið "að" öllum dælunum þremur,það þurfti bara að ýta stútnum fram til að fá kraftinn en inn til að minnka hann.

Núna stend ég varla í lappirnar og verð að halda fast með báðum höndum um handfangið til að detta ekki:)

Salurinn er að verða aftur líkt og hann var altaf,flottur og ekki ló hangandi niður um allt.

Ég er alveg bit hvað hún Fönn og allar hinar eru rólegar yfir látunum í mér en ég held að útvarpið í salnum spili stórt hlutverk við að hafa þær blessaðar rólegar hvað varðar hávaða.

Nú er bara að bíða eftir því hvað þær Perla Opal Rex,9566 Castor Rex og NN 8501 færa mér.

15.03.2010 14:40

9503 og Fannar að verða foreldrar:)


9503 sem er holdalæða með skrítinn,mjúkann feld.

Fannar hinn flotti:)

Í dag á hún 9503 að gjóta ungunum sem hún á með honum
Fannari Angóra högna.

Spennó en stressandi þarsem ég fann undir búrinu hennar seint í gærkveldi fyrsta ungann sem er ekki fullþroskaður en þetta er ekki óalgengt að sjá.

Fyrirburinn..........:(

Vanalega éta þær svona lagað ásamt fylgjunni og öðru og gerir það ekkert til.
Reyndar er þeim nauðsyn að fá að vera í friði og éta það sem þær vilja (auðvitað ekki fulburða ungana) en einsog hjá tíkum þá eru efni í fylgjunni sem að hleypir af stað mjólkinni hjá læðunum.

Farin útí hús að kíkja á hvað skeð hefur í nótt!

06.03.2010 15:50

Glæsileg Castor Rex læða til sölu!

Hér gengur allt afskaplega vel,nánast búið að moka allan skít úr kanínusalnum og ég er byrjuð að þrífa salinn með Virkon og úða eitri vegna köngulóar plágu sem þar herjar............!

Veit ég vel að þær drepa aðrar óæskilegri pöddur en ég þoli ekki annað eins sumar og í fyrra með öllum þessum vefum hangandi ofaní hausnum á mér og öðrum sem hingað koma.

Góðar fréttir af meðgöngunni hennar 9503 og er hún greinilega vel ungafull eftir hann Fannar Angóruhögna:)

Hún er komin með spena og kviðurinn er risastór en ég vona samt að hún komi ekki með of marga unga svona í fyrsta skiptið.KÓLA ER SELD/SOLD
Hún Kóla er til sölu,hún er soldið stjórnsöm og ákveðin hjá eigandum og vill ekki láta klappa sér.

Er mikið sjálfstæð og ræður ríkjum í sínu búri.

Fædd 18. maí 2009 á Kanínubúinu Ásgarði

Hún er ættbókarfærð og með tattú númer í eyra 9539.

Stórglæsileg kanína emoticon

Áhugasamir hafi samband við eiganda hana Ingunni í síma 8671561 eða í netfangið

 gunsas_fina@hotmail.com

  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar