Færslur: 2010 Febrúar

20.02.2010 00:18

Pörun gengur hægt og rólegaÉg var búin að gera rosalega stóra ritgerð........svo spennó fyrir ykkur og svo barfa PÚFFFFFFFF.................Hvarf hún!

Greinilegt að ég hef ekki átt að vera að blaðra því sem er að verða að veruleika en það eru innflutningsmálin sem nú virðast ætla að verða að veruleika með hjálp góðra manna.

En að pöruninni sem gengur hægt en örugglega í þessum kuldum.Ef ég á að eiga söluunga til afhendingar þann 1 Júní þá er um að gera að drífa sig í að para nokkur dýr.
Best að skella inn upplýsingum um þau dýr sem búið er að para:

Fannar + 9503 þann 14 Feb
Perla Opal Rex læða +Orange Rex þann 18 Feb
9566 cl+Orange Rex högni þann 18 Feb
NN 8501+9547 þann 18 Feb
9506 + 9547 Hvítar Loop þann 19 Feb

Fólk er þegar farið að panta unga úr þessum gotum og skrifa ég það jafnharðann niður svo ekkert fari í rugl.

Best að koma þessu bloggi frá sér heilu áður en eitthvað stórkostlegt skeður aftur.

16.02.2010 23:40

Tilhleypingar hafnar


Fannar hinn flotti með Fröken 9503

Nú skal sko fiktað og ræktað þartil  séríslenskar Angórur verða til.

Hingað kom formaður Kanínuræktarfélags Íslands færandi hendi og afhenti mér hann Fannar Angóruhögna sem veit sko alveg til hvers er ætlast af honum hér í Ásgarðsbúinu.


Ég á Holdalæðu sem er með svo agalega fíngerð hár og svolítið angóruleg að koma við.
Mikið spennandi verkefni framundan og það verður gaman að vita hvort þetta verður hægt.
Einhvernveginn varð Holakanínan til líkt og Rex kanínan sem er upprunalega ræktuð útfrá tveimur alsystkynum.


Ekki þurfti að ýta við honum Fannari þegar að daman var sett inn til hans en hann var einsog aftanívagn gjörsamlega óður á eftir henni.


Frökenin steinlá fyrir þessum líka rosatöffaraErt ekki að djóka Ransý? Tókstu mynd á meðan ég.......!!
Perri..........!


Obbobobbbb............ emoticon
Fröken á von á sér eftir 30 daga meðgöngu en hún ætti að gjóta Sunnudaginn 14 mars.

13.02.2010 00:34

Verkun á kanínu og eldamennskan

Fann á Youtube "réttu" aðferðina við að úrbeina kanínu en það hefur ávalt verið agalegur hausverkur hjá mér. Einnig fékk ég þýskann vin okkar sem er veiðimaður að atvinnu,hann var staddur hér um daginn og fékk ég hann til að til að verka eina og gerði hann það á nákvæmlega sama hátt og á Youtube myndbandinu.

Hér fyrir neðan eru nokkur vídeó af konu sem er alveg snillingur í að gera sér mat úr kanínukjöti:)


06.02.2010 15:47

Frábært námskeið :)

Fámennu en frábæru námskeiði er lokið og var mikið skeggrætt um aðferðir og gaman hjá okkur.

Ég verð með annað námskeið flótlega því fólk var ekki alveg búið að átta sig og kíkja á bloggið þannig að ég ætla að auglýsa næst í Bændablaðinu góða.
Það vantar ekki áhugann hjá fólki og gaman af því.                    Guðni íhugull á svip og vandaði sig mikið.

Sonurinn Tóti ekki minna að vanda sig.

Íslenska Byggið er að svínvirka og hef ég aldrei séð jafn fallegt og vöðvamikið kjöt af kanínunum áður á mínum 12 ára ræktunarferli.


Næst var að skafa fitu og snyrta skinnin fyrir þurrkunina.


Þvínæst eru skinnin sett á þönur og heftuð á sérstakann hátt.

Síðan eru skinni sett inní þurrkklefann og höfð þar í 3 sólahringa við 15-18 gráðu hita og 70% raka.

Ég held að ég geti fullyrt að flest verkfæri sem við notuð við skinnaverkun á kanínuskinnum séu einnig notuð við verkun á minkaskinnum.nbnbnbnbnb
  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar