Færslur: 2010 Janúar

27.01.2010 20:53

Námskeið Sunnudaginn 31 JanúarNámskeið verður haldið Sunnudaginn 31 Janúar í Kanínubúinu Ásgarði
.

Frjáls framlög í kaffisjóð,þó ekki hærra gjald en 500 per manninn.
Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur áhuga á að geta bjargað sé við slátrun á kanínum og fláningu og frágangi á bæði kjöti og skinni.

Námskeiðið verður óskaplega óformlegt,þið komið vel klædd og fylgist með okkur í verkunum og ef þið viljið þá takið þið þátt.
Í lokin verða teknar nokkrar ungar kanínur og þær tattóveraðar í eyra.

Námskeiðið hefst klukkan 14:00 og stendur 17:00

Endilega sendið mér póst á ransy66@gmail.com  til að tilkynna þáttöku.
emoticon

19.01.2010 00:17

Námskeið framundan í fyrsta frosti


Verðandi sokkar eða vettlingar í lit?

Óformlegt námskeið í slátrun og frágangi á skinni og kjöti verður haldið í fyrsta almennilega frosti í lok Janúar.


Þetta hefði ég ekki vogað mér að gera fyrir cirka 10 árum eða yfirleitt að tala um kanínukjöt við íslendinga.

En nú er kominn allt annar tónn í fólk og margir sem hafa prófað kanínukjöt erlendis og líkað vel.

Nú ekki er verra að vita af því að kanínukjöt er tískufæði hjá dömum sem vilja lúkka heilsuhraustar og smart!
En það er nú bara í útlöndunum......við erum svo fallegar við þessar íslensku að það er ekki á það bætandi!

Á þessum síðustu og verstu/bestu tímum eru margir sem eru farnir að hafa kanínur í kofa og ala sér bæði til gamans og matar.

Þarsem við íslendingar erum frekar óvön slátrun á kanínum þá datt mér í hug að sýna handtökin sem ég lærði af honum Sverri Heiðari okkar heitnum en hann var frábær kennari og taldi það ekki eftir sér að koma til mín og sýna mér stuðning í verki og orði á meðan ég var að koma mínu búi á koppinn.

Gjaldi verður stillt í hóf (frjálst framlag í kaffisjóð og kökur vel þegnar:) og eingöngu er ætlast til að fólk komi vel klætt og með góða skapið.

Þið sem enn eruð ekki búin að átta ykkur á því að nýtt og öflugt kanínuræktarfélag var stofnað síðastliðið vor og nú er um að gera að gerast félagi sem fyrst því þetta er frábær og skemmtilegur hópur af fólki sem saman kemur einu sinni á ári og þá er haldinn dagur kanínunnar með sýningu á bæði kanínum og öllu því sem henni fylgir.Ég vil einnig hvetja þá sem eru með gælukanínur til að koma í félagið okkar.
Það eru allir velkomnir og þó að þeir eigi bara eitt lítið sætt kanínuskott eða hafa bara áhuga á kanínum:)


Einnig verður sýnikennsla í tattóverun á kanínuungum.

Meira um það síðar elskurnar mínar,við byrjum ekkert á þessu fyrren seinnipart dags þannig að fólk ætti að komast auðveldlega á námskeiðið þó það væri ekki anað en að koma og skrafa hvert við annað.
Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við mig í netfangið
ransy66@gmail.com 


10.01.2010 01:02

Síðustu söludýr að týnast inn


Falleg fyrirsæta í stúdíóinu útí kanínuhúsi.

Ég er svo heppin að eiga kall sem á það til að rúkja upp til handa og fóta ef ég minnist á að mig vanti eitthvað emoticon .
Ég var að væla eitthvað um að mig vantaði lítið kanínu stúdíó og kallinn greip það og æddi inní Keflavík eftir málningu og................VOLA útbjó aðstöðu fyrir mig og dýrin þarsem ég get tekið myndir af þeim með góðum bakgrunni.


Sumar eru óþekkari en aðrar í myndatökunni...emoticon
Verst er hvað það eru fáar kanínur eftir til að selja og mest eru það högnar.
Hrikalegt ástandið á okkur á fá ekki alltaf 90% læður en svona er þetta nú.
Eitt af því leiðinlega og er alveg óumflýjanlegt í svona búskap er að farga gömlum dýrum og þeim sem ekki eru á vetur setjandi einsog sagt er.

11 dýr voru valin í dag sem fara svo sýna leið í fyrsta frosti.
Þá er pelsinn fastur og glansandi á dýrunum.

Kíkið á sölulinkinn hér fyrir ofan í hægra horninu og segjið mér hvort þetta sé ekki alveg að gera sig?

02.01.2010 21:53

Ár kanínunnar?

Gleðilegt nýtt á allir gestir mínir á þessari síðu.

Það sem er mest spennandi að gerast á mínu búi núna er að ég er alltaf að verða klárari og færari í fína forritinu frá http://www.tenset.co.uk/ og í dag prentaði ég út nýjar ættarskrár fyrir Castor Rexinn og á mánudag þarf ég að skjótast útí Bókabúð og kaupa mér plast utanum nýju fínu færslurnar.

Enn er ég að finna ættir á nöguðum kortum og illa förnum eftir sólargeislana en sem betur fer þá skrifa ég mjög fast þannig að enn eimir af því sem skrifað var á flest kortin.

Hérna er svo sýnishorn af ættfærslu hjá Casor Rex högna:Þetta er nú bara ein af mörgum útgáfum sem að
 http://www.tenset.co.uk/ bíður uppá og er ég enn að ákveða hvaða endanlegt form ég vel.

Kannski kem ég til með að breyta um form á hverju ári eða eftir því hvernig skapi ég er í emoticon .

Þegar að ég var á Hvanneyri að læra allt um kanínur(Angóra og Castor Rex:) þá lærði ég snilldarinnar kerfi til að nota en í dag veldur það mér töluverðum höfuðverk í skráningunni því að dýr sem er fætt árið 1999 Júní og ætti að fá númerið 9 fyrir árið 6 fyrir fæðingarmánuð og raðnúmerið frá 01 - 99,
semsagt 9601 dúkkaði aftur upp síðastliðið sumar!

Fyrsti unginn sem fæddist í sumar átti líka að fá þetta númer!

Þetta átti ekki að geta skeð en skeði og nú verð ég að finna eitthvað sniðugt út til að enginn miskilningur verði með ættfærslur dýra sem fædd eru 1999 og 2009 og í sama mánuði.

Enda sjáið þið hér að ofan að högni númer 9783 er skráður hjá mér með aukalega "fædd 1999.

Ég á eftir að skrá helling af dýrum enn og sé varla fyrir endann á því verki.
En þetta er mjög skemmtileg vinna og vil ég að öll dýr sem ég á kort yfir skráist inní kerfið þó þau séu löngu löngu dauð.

Það er ekkert mál að downloada frírri útgáfu og prófa sig áfram í kerfinu.

Þið getið notað þetta kerfi þó að þið séuð bara með örfá dýr,það kemur sér vel kannski mörgum árum síðar að skrá alla unga og tattóvera þá í eyra með raðnúmeri.

Tattóverunar töng fæst að ég held í Líflandi.

Hér er linkur Tattoing your Rabbits  á skemmtilega síðu með alskonar góðum leiðbeiningum varðandi tattóverun kanína.

Endilega commentið hér fyrir neðan,það er svo gaman að fá ykkar álit.

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328143
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:57:47

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar