Færslur: 2009 Nóvember

24.11.2009 14:21

Kanínusölu að verða lokið


Sala á kanínum hefur gengið vel og nú er svo komið eina ferðina enn að ég verð að fara að stoppa áður en ég verð búin að selja frá mér ásetningdýr ársins en það er þegar farin ein glæsileg Holdalæða til hennar Marsibil á Dalatanga.
En það er nú gott að vita af þessari læðu þar ef ég skildi einn daginn þurfa að sækja þessa línu aftur af einhverjum ástæðum.
Gotin í sumar voru í meðallagi góð,cirka 4-6 ungar í goti og er það hæfilegt fyrir læðu að mjólka.
Ég á enn eftir að senda 2 kanínur norður yfir heiðar og eftir að þau dýr eru farin þá er ég búin að loka á sölu á Castor Rex læðum í ár.
Eitthvað er enn til af Castor rex högnum sem mega seljast.

Af holdakanínunum er það að frétta að það eru til örfá dýr enn en einsog í Castornum þá fer læðunum þar hratt fækkandi á sölulistanum.

Ég keypti mér fyrir svolitlu frábært forrit til að setja inn allar kanínur búsins en þetta forrit reiknar fyrir mig td hvaða dýr eru góð saman til pörunar og það minnkar stórkostlega hlaup um allan kanínusal með læðu í annari hendinni og kortið hennar í hinni að leita að óskyldum eða fjarskyldum högna.
Einnig er hægt að setja upp allksonar ættfærslur og samninga og tekur það tíma sinn að læra á þetta annars frábæra kerfi.
Hér er það 
http://www.tenset.co.uk/ fyrir þá sem vilja prófa að downloada prufu af því en það er þá einungis hægt að setja vissan fjölda af dýrum inn og vinna með til að prufa.

Ég gerði það fyrst og þegar að ég var að verða komin í 100 dýr þá lokaði kerfið sjálfkrafa og ég var þá orðin svo heilluð að ég keypti mér fullan aðgang með smá aukabúnaði fyrir reikning á genum ef ég skyldi nú einn daginn læra á það allt sama.

Núna get ég skráð inn 75.000- dýr án vandræða og er þetta líkt og risastórt ættfræðipúsl sem ég er að dunda mér við.

Ég var svo heppin þegar að ég keypti Castor Rexinn fyrir mörgum árum að ég fékk flesta innflutnings pappírana með þeim og get rakið ættir allt til útlandanna.

Nú svo hef ég verið mjög dugleg að geyma kortin en það sem er kannski slæmt er að sum kortin eru orðin mjög óskýr því sólin og birtan sem skín inn í salinn á sumrin upplitar stafina þó þeir séu skrifaðir með penna.
Fatatúss er það eina sem virðist virka í baráttunni við birtuna!

  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar