Færslur: 2009 Október

01.10.2009 01:05

Ungar til sölu...:)


Frábær læða 3101 frá Hrauni á Skaga.

Enn klikka ég á að blogga hér reglulega og láta ykkur vita hvernig gengur á mínu kanínubúi.
Sumarið hefur verið frábært og þakka ég því hve þurrt hefur verið.
Ungadauði í algjöru lágmarki og það var ekki fyrren í haust þegar að fór að rigna sem að ég fór að missa einn og einn unga vegna raka í húsinu.
Í raka kviknar líf og hnýslasótt er ein af þeirri algengustu pestum sem við eigum í stríði við hér á landi gagnvart kanínunum okkar.
Um leið og fór að kólna aftur þá lagaðist ástandið og í dag líta kanínurnar og ungarnir frábærlega vel út.


Kuldi og þurrt veður er það sem hentar best fyrir kanínur en það má ekki blása um þær.Góð loftskipti eru nauðsynleg samt en eki hávaðarok á þeim blessuðum.

Salan hefur verið með ágætum og nú verð ég að fara að taka til hlíðar ásetnings ungana fyrir mig áður en ég geri þá vitleysu eina ferðina enn að selja allt áður en vetur skellur á.


Nokkuð var um bláeygða unga í sumar og seldust þeir allir upp strax.

Ég á orðið of mikið af gömlum dýrum og verð að setja á helling af kanínum í þeirra stað svo ég geti haldið áfram að rækta.
Staðan í húsinu hjá mér er góð en ég er að setja inn í forrit öll dýrin (öll eru tattóveruð í eyra) og þetta forrit hjálpar mér mikið þegar að kemur að para.

Mikill tími hefur farið í að hlaupa með kort og dýr í fanginu til að athuga með skyldleika áður en dýrin eru sett saman til pörunar.

Fyrir ykkur sem hafa verið að bíða eftir upplýsingum með söludýr þá biðst ég afsökunar á þvío að hafa ekki látið vita að sala er fyrir löngu hafin.
Fyrstu ungarnir fengu að fara frá móður sinni 8 vikna gamlir og búið var að tattóvera í eyra alla þá sem fæddust í Maí.

Það eru enn til óskyld ung pör af bæði Loop holdadýrum og Castor Rex en bíðið ekki of lengi með að koma og sækja ykkur dýr því vanalega eru hér öll dýr uppseld í kringum áramótin.
Hafið samband við mig í síma 869-8192 eða sendið póst á ransy66@gmail.com


  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar