Færslur: 2008 Mars

21.03.2008 15:17

Pörun áframhaldið með góðum árangri


Þá er ég búin að para einar 16 læður á tveimur dögum.

Húsið hreinlega nötraði af spennu þegar að fyrstu högnarnir voru að para sig við læðurnar og smitaði þetta laglega útfrá sér.


Perla frá Framtíðarræktun að hitta högna í fyrsta sinn.

Ég á ekki eftir að para nema 2 læður og vonandi fara þær að fara í gang fljótlega því það er svo þægilegt að sem flestar séu á svipuðum tíma.

Ungarnir hennar Snöru stækka sem aldrei fyrr og verða til sölu 1 Apríl næstkomandi.

Þá verð ég búin að tattóvera þá í eyra með raðnúmeri sem segir til um hvaða ár þeir eru fæddir,í hvaða mánuði og raðnúmer þeirra sem eru tölur frá 00-99.

Td. er ein uppáhalds læðan á búinu merkt 3103 og stendur 3 fyrir árið 2003 og 10 fyrir Október og svo raðnúmerið 03 sem er líkast til 3-ja dýrið sem var merkt á búinu fætt þetta árið.Þessi læða er frá Hrauni í Skagafirði og er búin að skila geysilega vænum og flottum ungahópum.

20.03.2008 14:08

Pörun hafin 19 Mars


Þá er pörun komin á fullt í kanínubúinu og voru sex pör pöruð í gær þann 19 mars.Eftir ekki nema 30 daga fæðast ungar og verður spennandi að vita hvernig litir koma í ár undan Perlu Opal Rex kanínu og Castor Rexnum.


Silfra er risastór ein 4.5 Kg og er blanda af Loop og Rex aftur í ættum.

Snilld Silfru og Risadóttir.Hún er nauðalík mömmu sinni.

Svo paraði ég líka mæðgur sem eru ansi stórar og fallegar en þær heita Silfra og Snilld og eru þær mjög líkar Chinchilla kanínum og eru stökkbreyttar frá Castor Rex og  Loop holdakanínum.

Ég hef ekki enn getað látið moka út úr kanínuhúsinu vegna veðurs en öllum skít er mokað út í hjólbörum og verður veðrið að vera til friðs fyrir mann þegar að það er gert.

Ungarnir hennar Snöru og 6502 stækka sem aldrei fyrr og eru hinir frískustu.

Þeir fara á sölusíðuna á allra næstu dögum en verða  merktir fyrst með tattó númeri í eyra sem segir hvaða ár þeir eru fæddir,hvaða mánuð og raðnúmer.

Þeir mega yfirgefa móður sína 1 apríl.

Er þá ekki best að drífa sig út og halda áfram að para og gera ný læðu og högna kort en dýrin eru ansi lunkin að kroppa kortin í gegnum netið og tæta það niður.
Þá er nú eins gott að geta kíkt í eyrað og séð númerið á dýrinu .

  • 1
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar