Færslur: 2008 Febrúar

20.02.2008 14:25

Þrif framundan og pörun


Ungarnir hennar Snöru og 6502 dafna vel og stækka og stækka.

Þeir verða settir á sölulistann fljótlega eða í kringum 1 Apríl.Þá eru þeir orðnir 10 vikna og ættu að þola það að yfirgefa móður sína.Stundum er það mikið sjokk fyrir ungan að fara frá móður sinni og getur meltingarvegurinn hreinlega hrunið og unginn dáið í framhaldi af því.
Þessvegna er best að gera flutning á kanínu ungum sem auðveldastann fyrir þá og vera ekki að hnoðast mikið með þá í fyrstu.OG passa sig á því að kaupa nákvæmlega sama fóður og unginn er vanur að borða!

Risasonu Nr.7611 að úða í sig Pavo fóðri.

Þá er sonur hans Risa kominn í búrið hans pabba síns og tekinn við hlutverki hans sem ræktunarkarl á búinu.
Hann "heitir"7611 og er undan Risa frá Ásgarði og Moldu frá Sauðanesvita.
Hann er mun minni en pabbi sinn sem var stærsta dýr sem ég hef séð.Svona getur þetta verið snúið,ég paraði saman Risa og Moldu sem voru stærstu dýrin á búinu og sonurinn 7611 er í venjulegri stærð.Kannki að hans afkvæmi verði bara  risastór í framtíðinni.
Ég er að fara að raða dýrunum upp á næstu dögum fá menn í vinnu við að moka út undan búrunum og svo er bara að drífa sig í að para stærstann hluta af dýrunum.
Vorið verður farið að banka á dyrnar þegar að þeir fæðast vona ég.

05.02.2008 23:58

Feitar og flottar í kuldanum

Allt gengur sinn vanagang á Kanínubúinu og allir frískir.

Risi í góðum höndum .

Það kemur þó fyrir að eitt og eitt dýr verður að fá hvíldina sína og í Janúar kvaddi hann Risi frá Ásgarði en hann er ein sú allra þyngsta kanína sem ég hef séð.
Hann vóg 5 kíló þegar að hann var uppá sitt besta.
Blessuð sé minning hans.

Ég er búin að hrósa í hástert Pavó hestamúslinu sem ég er að fóðra kanínurnar á og ætla að halda því áfram.

En ég komst reyndar að því að þetta er gæðafóður fyrir þær og heldur þeim glimrandi fallegum og feitum þrátt fyrir nístingskuldann sem verið hefur.Reyndar er dýrunum svosem sama um þennan kulda svo framarlega að það næði ekki um þær og þær geti setið á heyi eða hálmi í bælum sínum.

Ég setti reyndar upp gotkassa með netabotni fyrir eina uppáhaldslæðuna og endaði það með því að hún fitnaði og fitnaði þrátt fyrir að vera að fá nákvæmlega sama skammt af pavói og hinar eða 80 grömm á dag með heyi.Ég meira að segja fór að taka eftir því að hún torgaði ekki þessum 80 grömmum á dag!

Fóðurboxið henar fylltist af korni og varð ég að slaka á og minnka skammtinn niður.

Ég prófaði aðra læðu og það sama skeði.Hún fitnaði og varð alveg bráðhugguleg og gat heldur ekki klárað sama skammtinn af korninu.

Núna ætla ég að minnka skammtinn niður í 50 grömm og vita hvort hún ræður við það.

Ég er mikið búin að reyna að para hana Snöru (Castor Rex) síðastliðið sumar með Högna en hún var hin versta og vildi ekki þýðast hann.

Synd fannst mér því Snara og systir hennar Snælda eru undan hæðst dæmda dýrinu á búinu sem ég hef átt.
EN ég lét Snöru vera áfram hjá kallinum í haust og vetur og viti menn!
Alltí einu var hún farin að urra og sýna allskonar einkenni um að hún væri orðin ólétt og ég dreif hana í sér búr og 5 litlir ungar litu dagsins ljós nokkrum dögum síðar!

Alltaf krúttlegir ungarnir.

Þarna kúrðu þeir í kuldanum og var hreiðrið vel heitt og hlýtt.

  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar