Færslur: 2008 Janúar

10.01.2008 19:47

Árið 2007 gekk frábærlega vel á kanínubúinu:)


Perla Fríðudóttir frá Framtíðarræktun.

Nú er árið 2007 liðið og gekk mjög vel hjá okkur með kanínurnar.
Ég taldi dýrin í haust við gerð Forðagæslu skýrslunnar og voru á búinu seint í haust 29 Castor Rex kanínur og 18 Holdakanínur (Loop).
Loksins duttum við niður á frábæran fóðurbæti með heyinu sem þær hafa altaf frjálsann aðgang að.Pavo sem er framleitt fyrir hross og hefur reynst okkur mjög vel þar virkar svona svakalega vel á kanínurnar okkar og líka á ungana.
Kanínurnar fóðrast mjög vel á þessu fóðri en ég gef hámark 80-100 grömm af því á dag með heyinu.Meira komast þær ekki yfir að éta og hafa sjaldan verið svona feitar,pattaralega og með glæsilegann feld.
Þarsem kanínur eru afar viðkvæmar fyrir öllum fóðurbreytingum þá gef ég ekki Pavo daginn sem ég opna nýja rúllu svo viðkvæmar geta þær verið.Ungarnir eru þó sérstaklega viðkvæmir og geta auðveldlega drepist ef þeir verða fyrir miklum fóðusveiflum.
Það sem ég er svo hrifin af með Pavoið er að það er lágt í próteini og virðist það gera kanínunum gott.

Þessi sérkennilega kanína er blendingur sem er komin útaf Castor Rex langt aftur í ættum og Loop með lafandi eyru.
Hún minnir mann á Chincilla kanínurnar .

Kanínusala tók rosalegann kipp á síðasta ári og seldust öll dýr sem voru til sölu hjá mér og gott betur.
Ég er voðalega spennt að para um leið og fyrstu alvöru sólargeislarnir fara að skína og vekja kanínurnar af vetrardvalanum.Ætli það verði ekki í lok Febrúar sem fyrstu læðurnar fara að beiða og vilja fá að hitta högna .......

Loop systkini frá í sumar undan Sauðanesvitalæðu og Glæsissyni frá Framtíðarræktun.

Ég var svakalega dugleg að tattóvera alla ásetnings ungana frá í sumar og kom það sér vel að hafa alla með tattóveri í eyra.
Það munaði nefnilega minnstu að ég seldi eina af mínum bestu læðum í stað dóttur hennar sem var með henni í búri.Ég sá sem betur fer áður en hún var sett ofaní flutningskassa að fyrsta talan var 6 en það  þýddi að þessi kanína var fædd árið 2006 en 2007.

Fljótlega mæta til okkar Pólverjar að moka út skítnum undan búrunum en við erum orðin svo slöpp í skrokknum að við getum ekki lengur bograð undir búrin og mokað sjálf.
Tveir vaskir strákar komu til okkar í fyrra og tók það ekki nema tvo dagsparta að moka út og gera allann salinn voðalega fínann og flottan.
Sömu strákarnir koma og þá er nú eins gott að pumpa vel í dekkin á hjólbörunum og bretta upp ermarnar .

Reyni að vera duglegri að blogga hér og færa ykkur fréttir af nínunum mínum .

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328143
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:57:47

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar