Færslur: 2007 Október

06.10.2007 01:15

Ásetningkanínur eftir sumarið


Loksins sest ég niður og blogga um kanínurnar á bænum.
Ég er búin að velja ásetningsdýr og tattúvera númer í eyrað á þeim svo enginn ruglingur verði með ættfærslur og fæðingardag þeirra.
Sala hefur verið mjög góð í sumar og haust og enn verið að biðja um kanínur.Líklega sel ég kannski örfáar í viðbót en ég má ekki selja "útsæðið"því það eru ansi margar kanínukerlingar sem koma ekki til með a fjölga sér meir og fá hvíldina.
Því miður þá skeði það leiðinda atvik að 4 kanínuungar sem ég seldi í Húsdýragarðinn drápust stuttu síðar en hræin af þeim voru send á Rannsóknarstöðina að Keldum og krufin þar.Ekkert fannst að dýrunum en mér finnst líklegast að snögg fóðurbreyting hafi valdið dauða þeirra.Þær þola alveg svakalega illa fóðurbreytingar og þá sérstaklega þegar að þær eru bara ungar.
Ungar úr sömu gotum eru hér enn lifandi og sérvalin sem kynbótadýr á mínu kanínubúi þannig að það sýnir best að eitthvað við flutninginn á systkinum þeirra varð til þess að koma maganum í uppnám með þessum leiðinda afleiðingum.
Þannig að ef þið eruð að kaupa ykkur kanínur endilega biðjið um smá fóður með þeim og líka hey sem þær eru vanar að fá.

Þessir fallegu ungar eru ásetningungar og er sá aftari til sölu.

Hér er svartur Rex kall sem er til sölu.Hann er frekar gamall blessaður en vel hraustur og sprækur.Gullfallegt dýr .

Ég las í gær frétt frá Danaveldi en þar geisar kanínupest sem strádrepur dýrin!Ekki góðar fréttir frá frændum vor .
Hér er fréttin:

Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum.

Kanínufaraldrar af þessu tagi eru ekki óþekkt fyrirbæri í Danmörku en að meðaltali brjótast út tveir slíkir á hverju ári þar í landi.
  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar