Færslur: 2007 Ágúst

14.08.2007 20:44

Kanínufréttir

Ég hef ekki sinnt þessari síðu sem skildi og verð að reyna að fara að bæta úr því.
Það helsta sem hefur verið að ske í sumar er það að flest allir ungar eru seldir og allt gengið vel.Ég er himinlifandi með árangur sumarins og ætla að setja á nokkrar kanínur fyrir mig sem undan eldisdýr.
Ég keypti mér tvær kanínur af Framtíðarræktun og fékk hann Kermit í kaupbæti frá þeim en hann er gullfallegur Castor Rex högni með Opal Rex genum í sér.
Hinar tvær eru þær Stássudóttir hún Fríða og dóttir hennar hún Perla.
Ég paraði svo að gamni hana Stássu við hann Kermit og var Stássa að gjóta fyrir nokkrum dögum einum 6 ungum en einn dó fljótlega en 5 lifa sprækir og fallegir.
Tveir eru greinilega með Opal litinn.Hinir þrír eru dekkri.

Silfra er hér með unga úr sínu goti sem ég ætla að eiga sjálf en þetta er gullfalleg læða silfurgrá að lit með castor feld og lafandi eyru.
Það er lítið um got núna og fara læðurnar jafnvel að fara í hvíld hjá mér.Kannski para ég eina og eina áður en vetur skellur á.
Hitinn í sumar hefur farið svolítið illa í þær og verð ég að gera ráðstafanir fyrir næsta sumar hvað varðar það.
Þær þola miklu betur kulda heldur en nokkurn tíma hitann.
Stokkin út að fóðra þær því á morgun verð ég ekki svo mikið heima.Verð í hestaflutningum allann daginn.
  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar