25.05.2014 13:19

Heitasta parið í húsinuHeitasta parið í húsinu er Nói 6 mánaða og Nóa 2 ára.

Nóa kom úr Borgarfirðinum og er hún smærri gerðin af kanínum en Nói sá hvíti er ættaður frá mér (stærri gerðin) en ræktaður af henni Þórunni Guðlaugsdóttur Lækjarbotnum.

Hún ásamt móður sinni eru að gera mjög góða hluti í sinni ræktun og ekki bara í venjulegum kanínum heldur einnig í Angóra kanínum en þar á bæ eru að byrja að poppa upp flottir litir sem ég held að hafi ekki sést hér áður.

Hér er síðan hennar Þórunnar ef þið hafið hug á því að versla ykkur fallegar kanínur:

Lækjarbotnar Kanínurækt


08.04.2014 22:55

Paranir 2014Paranir 15-03-2014


Dóttir hennar Blökk var pöruð við Kol

Kola pöruð við Lúpus

Bjalla pöruð við Silver

Blökk pöruð við Malla (því miður drapst Blökk stuttu seinna).

03.04.2014 14:24

Kvikmyndastjörnur
Þessir tveir hvítu bræður eru kvikmyndastjörnur og eru að leika í breskri kvikmynd fyrir austan þessr vikurnar.
Tökurnar ganga vel og strákarnir eru voða duglegir að muna rulluna sína.
Þeir eru einsog hverjir aðrir frægir leikarar og fljúga á milli staða á fyrsta farrými.
Minnsta kosti að þeirra sögn en kannski eru þeir eitthað að ýkja :)


02.04.2014 23:03

Fyrstu ungarnir komnir í heiminn


Rósa að undirbúa hreiðurkassann sinn.

Kanínurnar eru að byrja að gjóta,Rósa var fyrst til og gaut 8 ungum þann 30 Mars og önnur læða hún Silva gaut í dag og þorði ég ekki að telja hópinn hennar enda fyrsta got.


Silva kanína

Silva ætlaði aldeilis að búa sér til bæli fyrir utan gotkassann en ég tæklaði það mál þannig að ég tók allt heyið úr búrinu og henti og tók alla fiðuna sem hún var búin að reyta af sér og setti ég hana í gotkassann og eftir smá stund áttaði hún sig á því að það var betra að vera inní kassanum að þessu stússi og reytingum heldur en á berum rimlunum.

Svo eftir smá stund kom fyrsti unginn í nýtt og flott bæli og svo kláraði hún að gjóta og gerði þetta fína hreiður inní kassa sínum.
Rósa hafði gotið 8 ungum og þrír lágu kaldir og dauðir í einu horninu á hennar gotkassa en hún hefur ákveðið að breyta til eftir þessa þrjá og gotið restinni eða fimm ungum í annað hornið og búið vel og vandlega um þá í flottu hreiðri en hinir fengu enga hlýja fiðu yfir sig og hafa króknað úr kulda.
Svona getur þetta farið og er alltaf voða leiðinlegt.
En Rósa er góð móðir og hugsar mikið vel um ungana sína fimm og eru þeir bústnir og fullir af mjólk.

Smá viðbót:
Silva gaut 5 fallegum og hraustum ungum.

03.02.2014 22:54

Síðustu kanínuungarnir á sölulistann

Fór yfir kanínusalinn og týndi til þá högna sem eru til sölu og fann ég nokkra álitlega stráka sem eru tilbúnir að fara útí hinn stóra heim hvort sem er sem gæludýr eða kynbótadýr.

Hér eru þeir sem til eru:)SELDUR/SOLD


SELDUR/SOLD
Högni undan Hrímu og Malla
SELDUR/SOLD
Högni undan Kolu og MallaSELDUR/SOLD
Högni undan Kolu og MallaSELDUR/SOLD
Grallari frá Hvammstanga
Þessi er með Angóru í bakgrunninum,þessvegna er hann með svona stutt eyru:)

09.12.2013 00:02

Naggrísablogg áttu naggrís!


http://kevinyank.com/albums/new-guinea-pigs/aaf.jpg

Hér gengur allt samkvæmt bókinni og allir kátir og hressir.

Eitthvað er enn til af kanínum en þær eru að dreifast jafnt og þétt í kringum landið.

Nýfarnir ungar norður í land og þeir næstu á leið austur og það alla leið á Dalatanga.

En það sem ég ætlaði nú að blogga um er að það er þvílík vöntun á naggrísum í landinu og einnig eru Kanarí fuglar líklega ekki til lengur.

Átti gott spjall við eins áhyggjufulla konu í kvöld og finnst okkur þetta eitthvað skrítið hvað gæludýra tegundum er að snarfækka hér á skerinu.
Ef þú átt naggrís sem þú vilt selja þá endilega hafðu samband við hana Mosel í síma 8611607.

23.10.2013 14:19

Angórukanínur ungar til sölu!Hún Olga Lind er með nokkra Angóra unga til sölu á aldrinum 4-7 mánaða.

Endilega hafið samband við hana í síma 451-2277
Ég fæ holdakanínu (blending) frá Olgu á morgun og sæki í bæinn (RVK).
Um að gera að nýta ferðina þannig að hafið samband eins fljótt og hægt er ef áhugi er fyrir því að næla sér í angóruunga.

25.06.2013 20:03

Loksins til kanínu ungar:)!

Það er búið að vera uppselt ansi lengi og jafnharðann og ungar hafa náð þeim aldri að mega fara frá móður sinni þá hafa þeir selst áður en ég næ að koma þeim hingað inn.
En nú er bót í máli og nokkrar læður með góð got sem verða tilbúin til afhendingar þann 20 Júlí.
Ég verð að biðja þá afsökunar sem að ætluðu að fá unga núna uppúr mánaðarmótunum en gotunum seinkaði þannig að það er aðeins lengri bið.

Mjalla eignaðist voða fallegt got og eina ferðina enn er ég að sjá unga með blá augu!
Ég þori ekki að ábyrgjast að sá litur haldi sér en ég held að það hljóti að vera því að það er einn svartur ungi með brún augu og tveir með blá og afhveju ætti það ekki að haldast einsog í okkur mannfólkinu.

Hér er annar ungi undan Mjöllu.

Mjalla mamma unganna hér að ofan:)

Hún Rósa nýja læðan inná búinu er heldur betur búin að standa sig en hún gaut seint í vetur 11 ungum (9 lifðu) og svo aftur í sumar 9 ungum!

Ungarnir hennar Rósu úr seinna gotinu.

08.01.2013 17:59

Nánast allar kanínur uppseldar

Angóraparið er selt!
Héðan er allt gott að frétta,salan hefur verið í rólegri kantinum framan af hausti eða alveg þangað til árið 2013 hófst en þá kom rokna kippur og flestar kanínur seldar sem voru til sölu.


Sprelli Angórahögni fyrir klippingu

Sprelli eftir klippingu:)

Eitt par er að fara á sölulistann en það er hvítt Angróapar ef einhver hefur áhuga á að næla sér í kanínur sem þarf að klippa reglulega en ég er ekki alveg að gera mig í því ef ég segi alveg satt.
Parið selst saman!

Maður á ekki að vera með dýr sem að maður er ekki að sinna 100% og því fara þær á sölulistann í von um að eignast kraftmeiri eiganda en mig sem klippir þær á réttum tíma.

Rósa skvísa
Næsta got verður tilbúið í sölu cirka 8 Apríl en ég paraði í gær eina læðu og er það ný læða sem heitir Rósa og paraði ég hana með flottum gráum högna sem er númer 9705.

Castor Rex læða með ungann sinn

Ég er að setja upp brúsa fyrir kanínurnar til að kúra í en búrin eru það stór að ég get auðveldlega sett brúsa inní sem að þær hoppa uppí og einnig hoppa þær uppá þá og leika sér fram og tilbaka og hreyfa sig meira en vanalega.Brúsarnir veita þeim líka meira öryggi og eru alger snilld og skil ég ekkert í mér að haf ekki gert þetta fyrr.

07.06.2012 21:22

Kanínur á norðurleið:)


Hér hafa Akureyringar verið duglegir að koma og versla sér kanínur og einnig silkihænuunga.

Alltaf gaman að fá norðlendinga í heimsókn,hressir og kátir og ekkert nema jákvæðnin og bjartsýnin sem skín frá þeim.

Mér sýnist og heyrist á þeim að lífið og tilveran fyrir norðan sé að ganga upp og allir eru eitthvað að gera sniðugt þar.

Fólk er að koma sér upp kanínu og hænsnakofum og handverk þar er afar vinsælt og oft ansi flottir munir sem þar er verið að smíða.

20 Júní verða tilbúinir ungar frá 4 holdalæðum og 1 Castor Rex læðu.

Í augnablikinu er bara til einn hvítur holdastrákur (blandaður angóru) og 6 Castor Rex ungar hressir og sprækir.


Ég leyfði mér að hækka verðið á kanínunum úr 5000-krónum í 6000- krónur (fyrir utan VSK) en ég hef ekki hækkað verðið á þeim í hátt í 10 ár.
  
Skelli hér inn að gamni mynd af Kínversku silkihænunum okkar en við erum einnig að selja unga undan þeim og núna eru til í kringum 8-10 stykki.
Unginn kostar 5000-

Og svo erum við með eldgamla útungunarvél/skáp til sölu sem þarfnast smá aðhlynningar en ég notaði hana í nokkur ár og ungaði heilmikið af andareggjum í henni og hænueggjum og gekk vel.
Fleiri myndir af skápnum HÉR

Óska eftir tilboði í gripinn:)
Eða eigum við að gera þetta spennandi og hafa uppboð!
Byrjum á tölunni 25.000-!!!!!!!!

ransy66@gmail.com

31.05.2012 19:20

Ungasala að fara á fullt


Holdóra (holdalæða/angóra) með ungahrúguna sína:)

Fyrstu ungarnir hennar Holdóru og 8460 eru farnir að heiman og aðeins tveir strákar eftir.
Eða þetta eru líklega tveir strákaormar 99%öruggt:)
Annar er svartur og hinn er hvítur.

Gotið hennar var svo stórt eða 9 ungar sem allir komust upp að hún var sett í sérstakt búr á gólfinu og með refakassa í staðinn fyrir venjulegan kanínugotkassa.

Steinudóttir.
Þetta búr var reyndar smíðað fyrir hana Steinudóttur en gotin hennar hafa verið að misfarast aftur og aftur og er líkleg skýring komin en sú læða er svo stór að hún hreinlega kemst ekki fyrir í gotkössunum til að athafna sig og traðkar ungana sína niður.

En núna er hún komin í þetta stóra pláss með refakassa og er áætlaður fæðingardagur á þeim ungum 6 Júní.

Vonandi að þetta gangi upp hjá henni núna en Steinudóttir er afar góð og falleg læða sem mér þykir mikið vænt um.

Fyrstu Castor Rex ungarnir eru komnir á sölu og mega fara frá mömmu sinni.

Þeir eru 7 talsins en því miður þá er ég ekki með ættina að móðurinni á tæru þannig að fyrir þá sem eru að rækta þá er þetta ekki vænlegt got í þessháttar verkefni.

Hinir sem vilja bara eiga Castor Rex afþví að hann er ekki einsog aðrar kanínutegundir (harðri í skapi og sterkur persónuleiki) eru velkomnir að kíkja á gripina.

Ég er oft spurð af forvitnu fólki hverjir séu svona mikið að kaupa kanínur en velflestir halda að við séum að framleiða kjöt en því fer fjarri.
Við vorum að sleja kjöt og sendum skinn í uppboðshús fyrir mörgum árum en erum núna algerlega í lífdýrasölu.

Flestir okkar kaupendur eru ferðaþjónustubændur sem eru með litla dýragarða,aðrir eru að versla sér gæludýr í kofa bæði fyrir sig og börnin.

Enn aðrir eru að fara útí að búa sér til sitt kjöt og rækta.

Einnig hafa farið kanínur frá okkur í Þjóðleikhúsið og Borgarleihúsið.

Húsdýragarðurinn hefur keypt af okkur í nokkur skipti.

Ennfremur hafa þær verið við tökur á kvikmyndum.

Einnig hafa þær verið notaðar sem listaverk en þá undir ströngum skilyrðum en það var reyndar bara í eitt skipti.
Þau dýr fengu svo góð heimili eftir sýninguna og allt stóðst einsog stafur í bók.

Það er ansi mikið um pabba sem koma með börnin og líka mömmur en þau eru að upplifa þennan draum í gegnum börnin að eiga kanínur og kofa,það þykir mér ferlega sætt:)

Pabbarnir og mömmurnar þramma á milli búra og skoða og segja barninu að nú megi það velja sér kanínu og á endanum eru þau alveg komin á kaf inní búrin að velja sjálf og mega börnin þakka fyrir að fá að skýra gripina:)

Þeir sem fá EKKI keypt dýr hér eru þeir sem eru að gefa þau í djók afmælisgjafir.
Einnig sel ég ekki börnum sem koma án foreldra eða umráðamanna dýr.

Gotin í vor gengur mjög vel og hef ég ekki misst neina unga að ráði.
Enda hef ég verið dugleg við að fyljast með læðunum og hagræða ungahrúgunum í kössunum þannig að vel fri um þá.
Sumar læður gjóta beint undir opinu og í hvert sinn sem þær hoppa inn lendfa þær á hrúgunni og þá heyrir maður öskrin í litlu krílunum.

Þá verð ég að snúa öllu við þannig að hreiðrið er til hliðar í kassanum og þá eru allir sáttir.

Eins hef ég verið dugleg að setja vír í vatnsnipplana þannig að það verður sírennsli fyrir þá unga sem eru klaufar að læra á niplana en svo kemur þetta hjá þeim og þá get ég tekið vírinn úr.
Eins verð ég að passa mig á því að setja hey í kassanum þegar að þeir fara að byrja að nasla í fíngerð stráin.

Það er að mörgu að hyggja en þetta er skemmtileg vinna:)25.04.2012 16:04

Stór og lítil got í gangi


Héðan eru margar fréttir og mikið að gerast.

Fyrst er að nefna að við förum að verða minnsta kanínubú á landinu ef ég fer ekki að stoppa söluna af en ég seldi 15 kanínur um daginn á einu bretti og nú er úr vöndu að ráða og mig sárvantar holdahögna eða læður inná búið en ný dýr ef ég ekki þorað að taka inn í mörg mörg ár vegna smithættu.

En núna verð ég að gera það EF að stór og falleg dýr finnast einhverstaðar á landinu sem eru óskyld eða fjarskyldar mínum holdadýrum.

Gotin ganga misjafnlega vel og eru annaðhvort alltof margir ungar í gotum eða fáir.

Ein læðan gaut 4 ungum um daginn og tveir voru dauðir og einn risastór á lífi og annar pínulítill sem að dó þrátt fyrir björgunaraðgerðir sem fólust í að hafa hann inná mér í hlýjunni og í útungarvélinni þartil hann var aftur orðinn heitur og sprækur.
Því miður þá skreið hann aftur úr hlýju hreiðrinu og drapst.

En þarsem læðan er bara  með einn unga þá setti ég 2 aðra frá læðu sem var með 7 stykki og þegar að ég tek unga frá læðu þá tek ég altaf minnstu frá og set í fóstur og skil þá lífvænlegustu eftir.

Fyrstu ungarnir á myndinni fyrir ofan eru allir hressir og kátir og mega fara frá móður sinni þann 15 Maí.09.03.2012 15:08

Búið að para fyrstu læðurnar og stutt í fyrsta got:)


Castor Rex læða

Ég er búin að para 5 læður og vonandi er ég ekki of snemma í því vegna veðurs en kuldinn getur drepið gotin á fyrstu dögunum.


Það er sjaldgæft samt og ef að læðurnar eru duglegar að reyta sig þá eru hreiðrin mjög hlý.

Ég hef safnað saman fiðu af Angóra kanínunum og ætla að nota hana í að bæta í þau hreiður sem vantar uppá fiðu en læðurnar reyta sig misjafnlega mikið.

Eins til að leiðbeina nýjum læðum í kassana en sumar eru svo vitlausar ef þær fá kassana of snemma til sín að þær fara að nota þá sem klósett og gjóta svo ungunum frammá rimlunum og ef ég er ekki nærri þá drepast þeir.

Ég er rosa spennt að fara að setja upp kassana og það er líka svo gaman að vinna í salnum núna eftir að krakkarnir komu og mokuðu:)

Þessar læður voru paraðar 16 Febrúar:

Holdalæða 9508 pöruð með Holdahögna 9547.

Steinudóttir holdalæða pöruð með holdahögna 9532.

50%-50% Holda/Angóralæða pöruð með 8460.

Þessar læður voru paraðar 7 Mars:

Gribba var pöruð við Opal Rex högna og er þetta smá tilraun í gamni gerð.

Gribba er allra stærsta kanínan á búinu og ekki auðvelt að para hana bæði vegna skapbresta og offitu.

En núna virðist þetta hafa tekist og vonandi fæ ég fallega unga útúr þessu goti.

7615 Holdalæða var pöruð með Holdahögna 8460.

Fljótlega fer ég á fullt að para restina en það er nóg til af læðum og vonandi að þær parist nú allar helst í einu og gangi ekki upp svo að þeir sem eru að bíða eftir ungum fái þá í vor eða snemma í sumar:)

28.02.2012 00:31

Skítmokararnir duglegu mættir:)


Háalvarlegi hópurinn minn:)
Þá eru krakkarnir enn eina ferðina búin að koma í kanínusalinn og dugnaðurinn...................!

Þetta er góður Gestur:)

Þau mokuðu út fleiri hundruð hjólbörum af kanínuskít og heymoði undan búrunum og það sem þau ætluðu sér að gera á 4 dögum endaði að verða 2 daga vinna.

Busla"á ekki að gefa mér kleinubita eða"???

Ólöf að kenna Skvettu að brosa:)

Er þessi maður Gestkomandi hér eða?

Guðjón var með fullkomna stjórnun á hjólbörunum:)

Ekki veit ég hvernig ég færi að án þessara krakka sem mæta hér ár eftir ár og vinna kauplaust bara ánægjunnar vegna.

Takk kærlega fyrir elskurnar mínar...........:)!

Næst er að taka aðeins til í salnum og fara svo að háþrýstiþvo ef að einhver af dælunum skildi nú virka en ég hef slæma reynslu af þeim og fyrri slagsmál voru ansi leiðinleg þartil ég áttaði mig á því að ég var aðalvandamálið.

Albúm af moksturhópnum 2012 hér.


20.12.2011 22:03

Allar kanínur uppseldar þetta árið


75%/25 Angóra/Loop ungi sem ætlar að eiga heima hjá okkur áfram:)

Góð sala á þessu ári bjargaði miklu hjá okkur og erum við bjartsýn á framhaldið.
Fólk er farið að átta sig betur og betur á því hvað það er gaman og róandi að hugsa um kanínur en þessi þöglu dýr geta verið ansi skemmtileg.


Ungverjarnir gáfu mér þennan líka flotta blómvönd og kallinn fékk Koníak af bestu gerð:)

Hingað kom yndislegt fólk sem eru frá Ungverjalandi núna í haust og keyptu þau nokkur dýr og á endanum tóks manninum að suða útúr mér eina svarta kallinn minn sem ég ætlaði alsekki að selja.

Sem betur fer þá átti ég eitt got eftir undan honum en þar eru eftir tveir strákar sem ég ætla að halda í.
Í dag kom Þjóðverji og náði að fá síðustu læðuna undan einni af uppáhaldslæðunum í húsinu en ég verð bara að vona að hún Steinudóttir komi með annað got í vor en hún er að verða gömul blessunin.
Ég.......... bjáninn eina ferðina enn prófaði að gefa smá pínku kanínuköggla frá Fóðurblöndunni og gaf ég ekki nema hálfan kóktappa í fóðurdall hjá læðum með unga og er það sama og ekki neitt en á innan við viku missti ég 5-6 unga og það í þremur búrum.

Ég keypti poka af kögglunum handa Angórukanínunum sem að þola þessa köggla miklu betur en eftir því sem mér skilst þá eru þeir blandaðir sérstaklega fyrir Angóra kanínur sem að þurfa mjög kraftmikið fóður til fiðuframleiðslu.

Nú er ég endanlega búin að gefast upp á því að reyna að gera vel við Loop og Castor Rexana ef ungar eru nærri því þeir bara steindrepast af öllu örlætinu í mér!

Hey-Bygg og smá brauð er í lagi á mínu búi.

Hér er linkur The silent killer sem ég setti inn um daginn á síðuna mína og er þar sagt frá hversvegna svona margir lenda í vandræðum með td unga á aldrinum 5-7 vikna en þeir mega ekki við neinni fóðurbreytingu.
Og þá meina ég að það er stundum nóg að opna nýja rúllu!

Þessvegna sel ég aldrei ungana fyrren en þeir eru fullra 8 vikna en þá eru þeir orðnir betur undir það búnir að fara frá móður sinni og meltingar systemið komið yfir erfiðasta hjallann í þroska.


Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 286222
Samtals gestir: 75383
Tölur uppfærðar: 17.11.2019 13:25:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar