06.08.2014 23:01

Seinni pörun hafinÍ dag 6 Ágúst eru 3 kanínur búnar að parast við Nóa frá Lækjarbotnum.

Þær eru:
 
Bláskel
Bjalla
Rósa pöruð 6 Ágúst

25.05.2014 13:19

Heitasta parið í húsinuHeitasta parið í húsinu er Nói 6 mánaða og Nóa 2 ára.

Nóa kom úr Borgarfirðinum og er hún smærri gerðin af kanínum en Nói sá hvíti er ættaður frá mér (stærri gerðin) en ræktaður af henni Þórunni Guðlaugsdóttur Lækjarbotnum.

Hún ásamt móður sinni eru að gera mjög góða hluti í sinni ræktun og ekki bara í venjulegum kanínum heldur einnig í Angóra kanínum en þar á bæ eru að byrja að poppa upp flottir litir sem ég held að hafi ekki sést hér áður.

Hér er síðan hennar Þórunnar ef þið hafið hug á því að versla ykkur fallegar kanínur:

Lækjarbotnar Kanínurækt


08.04.2014 22:55

Paranir 2014Paranir 15-03-2014


Dóttir hennar Blökk var pöruð við Kol

Kola pöruð við Lúpus

Bjalla pöruð við Silver

Blökk pöruð við Malla (því miður drapst Blökk stuttu seinna).

03.04.2014 14:24

Kvikmyndastjörnur
Þessir tveir hvítu bræður eru kvikmyndastjörnur og eru að leika í breskri kvikmynd fyrir austan þessr vikurnar.
Tökurnar ganga vel og strákarnir eru voða duglegir að muna rulluna sína.
Þeir eru einsog hverjir aðrir frægir leikarar og fljúga á milli staða á fyrsta farrými.
Minnsta kosti að þeirra sögn en kannski eru þeir eitthað að ýkja :)


02.04.2014 23:03

Fyrstu ungarnir komnir í heiminn


Rósa að undirbúa hreiðurkassann sinn.

Kanínurnar eru að byrja að gjóta,Rósa var fyrst til og gaut 8 ungum þann 30 Mars og önnur læða hún Silva gaut í dag og þorði ég ekki að telja hópinn hennar enda fyrsta got.


Silva kanína

Silva ætlaði aldeilis að búa sér til bæli fyrir utan gotkassann en ég tæklaði það mál þannig að ég tók allt heyið úr búrinu og henti og tók alla fiðuna sem hún var búin að reyta af sér og setti ég hana í gotkassann og eftir smá stund áttaði hún sig á því að það var betra að vera inní kassanum að þessu stússi og reytingum heldur en á berum rimlunum.

Svo eftir smá stund kom fyrsti unginn í nýtt og flott bæli og svo kláraði hún að gjóta og gerði þetta fína hreiður inní kassa sínum.
Rósa hafði gotið 8 ungum og þrír lágu kaldir og dauðir í einu horninu á hennar gotkassa en hún hefur ákveðið að breyta til eftir þessa þrjá og gotið restinni eða fimm ungum í annað hornið og búið vel og vandlega um þá í flottu hreiðri en hinir fengu enga hlýja fiðu yfir sig og hafa króknað úr kulda.
Svona getur þetta farið og er alltaf voða leiðinlegt.
En Rósa er góð móðir og hugsar mikið vel um ungana sína fimm og eru þeir bústnir og fullir af mjólk.

Smá viðbót:
Silva gaut 5 fallegum og hraustum ungum.

03.02.2014 22:54

Síðustu kanínuungarnir á sölulistann

Fór yfir kanínusalinn og týndi til þá högna sem eru til sölu og fann ég nokkra álitlega stráka sem eru tilbúnir að fara útí hinn stóra heim hvort sem er sem gæludýr eða kynbótadýr.

Hér eru þeir sem til eru:)SELDUR/SOLD


SELDUR/SOLD
Högni undan Hrímu og Malla
SELDUR/SOLD
Högni undan Kolu og MallaSELDUR/SOLD
Högni undan Kolu og MallaSELDUR/SOLD
Grallari frá Hvammstanga
Þessi er með Angóru í bakgrunninum,þessvegna er hann með svona stutt eyru:)

09.12.2013 00:02

Naggrísablogg áttu naggrís!


http://kevinyank.com/albums/new-guinea-pigs/aaf.jpg

Hér gengur allt samkvæmt bókinni og allir kátir og hressir.

Eitthvað er enn til af kanínum en þær eru að dreifast jafnt og þétt í kringum landið.

Nýfarnir ungar norður í land og þeir næstu á leið austur og það alla leið á Dalatanga.

En það sem ég ætlaði nú að blogga um er að það er þvílík vöntun á naggrísum í landinu og einnig eru Kanarí fuglar líklega ekki til lengur.

Átti gott spjall við eins áhyggjufulla konu í kvöld og finnst okkur þetta eitthvað skrítið hvað gæludýra tegundum er að snarfækka hér á skerinu.
Ef þú átt naggrís sem þú vilt selja þá endilega hafðu samband við hana Mosel í síma 8611607.

23.10.2013 14:19

Angórukanínur ungar til sölu!Hún Olga Lind er með nokkra Angóra unga til sölu á aldrinum 4-7 mánaða.

Endilega hafið samband við hana í síma 451-2277
Ég fæ holdakanínu (blending) frá Olgu á morgun og sæki í bæinn (RVK).
Um að gera að nýta ferðina þannig að hafið samband eins fljótt og hægt er ef áhugi er fyrir því að næla sér í angóruunga.

25.06.2013 20:03

Loksins til kanínu ungar:)!

Það er búið að vera uppselt ansi lengi og jafnharðann og ungar hafa náð þeim aldri að mega fara frá móður sinni þá hafa þeir selst áður en ég næ að koma þeim hingað inn.
En nú er bót í máli og nokkrar læður með góð got sem verða tilbúin til afhendingar þann 20 Júlí.
Ég verð að biðja þá afsökunar sem að ætluðu að fá unga núna uppúr mánaðarmótunum en gotunum seinkaði þannig að það er aðeins lengri bið.

Mjalla eignaðist voða fallegt got og eina ferðina enn er ég að sjá unga með blá augu!
Ég þori ekki að ábyrgjast að sá litur haldi sér en ég held að það hljóti að vera því að það er einn svartur ungi með brún augu og tveir með blá og afhveju ætti það ekki að haldast einsog í okkur mannfólkinu.

Hér er annar ungi undan Mjöllu.

Mjalla mamma unganna hér að ofan:)

Hún Rósa nýja læðan inná búinu er heldur betur búin að standa sig en hún gaut seint í vetur 11 ungum (9 lifðu) og svo aftur í sumar 9 ungum!

Ungarnir hennar Rósu úr seinna gotinu.
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328156
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 22:30:45

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar