11.06.2016 00:40

5304 dóttir Birgit og Lúpus gaut í búrinu

Það getur stundum verið snúið að vera ung kanína að gjóta í fyrsta sinn og enginn hefur kennt manni hvernig á að fara að með stóran ungahóp og hvernig best sé að búa um hann.
Það fékk hún að reyna hún 5304 (Dóttir Birgit og Lúpus) en þegar að ég kom í kanínuhúsið í dag þá var hún búin að gera þetta fína hreiður inní búrinu í stað þess að þiggja gotkassann sem ég lét hana hafa.

Tveir ungar höfðu skriðið úr hreiðrinu enda engin brún til að koma í veg fyrir það og ekki tókst að koma hita í þá aftur og bjarga.

Ég tók mig til og setti dömuna í gotkassann sem hún þáði ekki og geymdi hana til hliðar á meðan ég græjaði nýjan gotkassa handa ungunum.

Setti ég vel af spónum/furuflís í botninn og svo vel af þurru heyi í og svo gerði ég holu fyrir innan og hafði hana þannig staðsetta að þegar að mamman stekkur inn í gotkassann þá lendir hún til hliðar við ungana en ekki ofaná þeim.


Svo tók ég alla þá fiðu sem laus var í búrinu og notaði sem botn í nýtt hreiður.

Færði svo ungana varlega og setti í hlýja holuna og fiðu yfir þá.
Þeir voru saddir og fínir og höfðu greinilega fengið nóg í mallann sinn af mjólk.

Vola,svona vel innpakkaðir í þykku og mjúku hreiðri.

Næst var að útbúa nýtt búr svona aðeins til að rugla læðuna þannig að hún væri ekki í sama búri og myndi ekki tryllast þegar að hún sæi að bæði ungar og hreiðrið var horfið.

Hún fékk vel af ilmandi heyi ásamt brauði,byggi og korni og setti ég hana í nýja búrið og hún fór strax að kanna allt saman og skoða og þefa af öllu og var lítið með hugann við annað.

Síðan hengdi ég gotkassann utaná búrið og læddist í burtu og hegðaði mér svo bara einsog vanalega og fór að gefa og sinna öllum hinum dýrunum og krossaði putta.

Eftir mikla skoðunarferð þá uppgötvaði hún gotkassann og hreiðrið með ungunum og tók hún sig fljótlega til við að reyta sig meira og bera inní kassann til að bæta betur af fiðu í hreiðrið.

Þetta tókst svona ljómandi vel og vonandi lifa allir 6 sem eftir eru en þeir voru 8 samtals.
4 flekkóttir og 4 einlitir.
3 flekkóttir og 3 einlitir lifa.
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar