31.05.2015 19:00

Sölu ungar 2015 tilbúnir til afhendingarLoksins eru til flekkóttir ungar en það er alveg nýtt en sá litur kemur með læðunni Birgit sem er ný inná búið.Þeir eru undan Birgit og Lúpus og eru úr 8 unga goti fæddir þann 5 Mars.

Hinir ungarnir eru undan Bjöllu og Bigga löggu en þeir eru úr 5 unga goti og eru fæddir þann 6 Mars.Ég útbjó með góðri hjálp 16 fermetra búr handa þeim með dren mottum og svo settum við hálm undir þær sem þær bæði borða af og leika sér með.
Það er virkilega gaman að fylgjast með ungunum spretta úr spori og leika sér í svona stórri aðstöðu og gaman fyrir fólk að geta valið sér unga úr hópnum og geta tekið sér tíma til að spá og spegúlera hvaða kanína það verður sem fer með þeim heim.


Svo á næstunni bætast við fleiri ungar í stóra búrið þarsem hægt verður að velja sér kanínu til kaups.

Unginn kostar 6000-krónur og með honum fylgir bygg og stór heypoki.

Ég er yfirleitt við seinnipartinn eða eftir klukkan 17:00 flesta daga en það er um að gera að hringja á undan sér eða senda póst og mæla sér mót ef þið viljið koma og skoða.

Heitt kaffi og kakó fyrir alla.

Ransý sími 869-8192
ransy66@gmail.comFlettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar