03.02.2015 22:14

Pörun 2015 hafin

3 Febrúar

Ég er búin að liggja undanfarna daga yfir Rexunum en sú kanínutegund er sama sem að deyja út í húsinu hjá mér ef ég geri eitthvað ekki í því og það strax þá deyr hún út.

Mér telst til að ég eigi ekki nema 5-6 læður eftir og 8 högna.

Það er eins gott að spýta í lófana og fara að huga að því hver á að parast við hverjum svo ég geti aðgreint þessar tvær ættlínur sem enn er hægt að notast við.


Í dag eyddi ég deginum í að færa til ungdýr og tattúvera í eyru svo ég glati nú ekki niður ættunum á dýrunum og hver sé hver.

Hef ekki verið nógu dugleg við að merkja þau og það hefur komið fyrir að miðar yfir búrunum eða á búrunum hreinlega hverfi.
Stundum hafa kanínurnar sjálfar dregið þá inn með klemmunni og öllu saman og brytjað niður í leik.

En ég er sem betur fer með allt skrifað í kanínubókina góðu þannig að allt kemur þetta í ljós hver er hver að lokum.

Birgit Bardot og Lúpus
Kanínurnar hreinlega blómstra þessa dagana og það var kominn einhver titringur í dýrin og hún Birgit Bardot frá Hvammstanga var alveg æf í skapinu í dag!

Enda ekki skemmtilegt að láta tattúvera sig einsog smábarn en hún er fædd vorið 2014 hjá Birgit kanínuræktanda á Hvammstanga.
Hún var búin að týna merkinu sínu sem að hún fékk sem ungi og varð að fá tattú í staðinn.

Birgit kanína varð að lúta í lægra haldi og eftir miklar strokur og klapp eftir tattúið þá skyndilega reisti hún sig upp að aftan og þá skildi ég þennan pirring í dömunni!

Bíngó!
Ég þrammaði af stað með hana í fanginu til fundar við fallegan högna en hann Lúpus gamli varð fyrir valinu.

Þau voru ekki lengi að planleggja barneignir og drifum bara í þessu hviss bamm búmm!

Svo bauð Lúpus dömunni uppá brauð og bygg.

Biggi lögga með Bjöllu sína sem er alstærsta læðan á búinu.

Ekki er hægt að para bara eina læðu þannig að ég sótti glæsilegustu læðuna á búinu hana Bjöllu sem er kolsvört risastór holdalæða og hún hitti hann Bigga og þau voru ekki lenga að smella í krakkahóp og nú á ég von á glæsilegum ungum þann 3 Mars.


Biggi lögga að leika höfuðskraut,svo fattaði hann að það var ekki málið!

Þetta er svolítið snemmt en þarsem ég fæ úrvals nínubygg sent frá vinum mínum á Snæfellsnesinu þá bara fer allt á fullt í salnum dýrin  hreinlega blómstra af þessu góða fóðri sem byggið er.


Ég ætla að bíða með að para fleiri dýr þartil nær dregur Mars-Apríl.
Þetta er alveg í það fyrsta og verðum við að setja góða einangrun í botninn á gotkössunum fyrir þessar tvær dömur og hafa vökult auga með þeim þegar að þær fara að gjóta.

Ég ætlaði að loka fyrir sölu á kanínum 1 Febrúar en þá auðvitað æstust leikar og margir að hafa samband.

Það er eitthvað orðið lítið til af sölu kanínum en ég sé það betur þegar að ég er endanlega búin að raða upp læðunum í gotlínuna þarsem best fer um þær þegar að þær eru að gjóta og með unga í vor og sumar.

Þessi síðustu tvö sölugot frá því í September samanstanda af:

M:Rósa F:Nói Fæddir 7 September 2014
Brúnn högni 4901 til sölu
Brúnn högni 4902 til sölu
Brún læða   4903 til sölu

M:Silva F:Nói Fæddir 8 September 2014
Hvít læða 4904 til sölu
Silfur högni 4905 frátekinn
Silfur högni 4906 Stór og flottur! Til sölu

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328176
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 23:03:21

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar