Færslur: 2010 Maí

20.05.2010 20:06

Ungasala hafin:)

Það er líf og fjör í ungasölu og margir af ungunum að fara til nýrra eigenda þessa dagana.

Fönn/Fannars sonur er að fara austur að Breiðabólsstað.

Þessir gormar eru að fara norður með flugi á morgun:)

Orange unginn í horninu er einnig búinn að eignast nýja eiganda:)
Svo náði ég ekki að mynda ungana sem fóru vestur á Grundarfjörð í gær.
Ég paraði svo í fyrradag helling af læðum og klára eflaust núna um helgina að para restina í húsinu.
Ég er soldið sein í ár með að para aðal hópinn en svona er þetta.

Njótið svo veðurblíðunnar um helgina og hafið það gott
 emoticon

18.05.2010 15:28

Tilbúnir söluungar!


Fönn og Fannars ungar orðnir stórir og pattaralegir.

Núna eru fyrstu kanínuungarnir tilbúnir til afhendingar og eru fyrstu á leið útí lífið í þessari viku en nokkrir eru að fara norður í land og einn austur fyrir fjall að auka kyn sitt þegar að hann hefur aldur til.

Þessi ungahópur er kominn einnig á sölulista þrátt fyrir ungann aldur en móðir þeirra ákvað að hætta að mjólka þeim og safnaði bara spiki og tók ég hana frá þeim.

Reyndar eru þeir undan tveimur læðum en ég var svo óheppin að önnur læðan dó frá sínu goti og hin tók þá að sér og eru þeir 10 sem lifa.
Þeir sem hafa áhuga á að fá keyptann unga geta haft samband við mig í síma 869-8192.
Eða sent mér póst á netfangið ransy66@gmail.com
Unginn kostar 5000- krónur stykkið og ég er að fara í vikunni með kanínuunga á flutningabíla sem flytja þá á vit nýrra ævintýra:)


  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328143
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:57:47

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar