Færslur: 2007 Apríl

24.04.2007 02:47

Ungarnir stækka og stækka

Það er búið að vera mikið að gera síðustu dagana á kanínubúinu.
Ég réði tvo Pólverja alveg hörkuduglega til að moka út en við erum svo slæm í bakinu að við getum það bara ekki lengur sjálf.En við gátum verið á hjólbörunum og keyrt út skítnum.
Ég var himinlifandi í dag þegar að mokstrinum lauk og gaman að horfa yfir salinn svona nýmokaðann.
Kanínuungarnir springa út og verð ég að fara að setja þá með mömmunum í stærra pláss svo þeir dafni enn betur.
Ég tók nokkar myndir í dag og skelli þeim inn hér fyrir neðan.Ungarnir hennar Silfru+Risa eru ekkert smá flottir!

Einn af hvítu ungunum er með Castor Rex feld! Fyrsti hvíti Rexinn minn! Annar er líka með Rex feld en hann er mjög svipaður mömmu sinni á litinn.

Fallegur systkinahópur.Fer á sölusíðuna þegar að þeir geta farið frá móður sinni.Ég kem líklega til með að halda þessum hvíta sjálf sem er með Rex feld .

Hér er hrúgan hennar Stássu minnar sem ver þá með kjafti og klóm!

Ég gleymdi mér eitt augnablik og var nærri búin að missa andlitið þegar að Stássa stökk inní kassann til verja ungana sína alla 9 hehehehehe.........Hún er góð móðir hún Stássa.

Þessir eru bara tveir og eru undan Castor Rex læðu og 6401 sem er 50%Castor Rex og 50% Opal Rex.

Engir smá boltar!Sjáiði fitufellingarnr á hálsinum á þeim!

Hér eru þrír ungar undan Glóbus Glæsissyni og gamalli Sauðaneslæðu.

Þeir fæddust 4 en einn hefur hangið fastur á spenanum og dregist með móðurinni út í búrið og dáið þar.Þessir verða mjög flottir og greinilega með lafandi eyru.
Fer að gefa mér tíma til að setja upp Albúm fyrir söludýrin.Sýnið mér smá biðlund með albúmin.Góðir hlutir gerast hægt sagði einhver .

17.04.2007 02:24

Fullt af kanínu ungum

Ég náði að plata læðurnar með brauði á meðan ég gægðist í hreiðurkassana með cameruna.Allt lifir hjá Stássu eða 9 ungar talsins.Ekkert smá dugleg hún Stássa að mjólka þessu öllu saman.

Ungarnir hennar Stássu (Opla Rex læða) stækka ört og eru að vera hinir myndarlegustu.Ég þorði ekki að hreyfa mikið við hrúgunni enda Stássa grimm þegar að hún er með unga.Ungarnir virðast allir vera eins á litinn og pabbinn eða dökkbrúnir.Pabbinn er hreinræktaður Castor Rex.

Hér eru Silfru ungar en þeir eru undan Risa (Loop kanína)og Silfra er Loop-Castor Rex blendingur.Algjörar dúllur og gaman að sjá hve hressir þeir eru.

Hér er önnur mynd af hrúgunni hennar Silfru.Dökku ungarnir eru allir í sitthvorum litnum.Nú fer að styttast í að þeir fari að vilja kíkja útúr hreiðukassanum og þá ætla ég að vera búin að flytja Silfru og hreiðurkassann með ungunum í stóra stíu svo allir hafi nóg pláss til að hlaupa og leika sér.Það hefur reynst mér best að færa læðurnar með kassana í stóra stíu áður en ungarnir fara mikið á stjá.Ekki got að hafa þá í þröngum búrunum sérstaklega ef gotin eru stór.

Keladóttir var svo leiðinleg að hún gaut ungunum útum allt búr og svo át hún þá! Ég paraði hana strax aftur og ætla að gefa henni sjens og vita hvort hún hegði sér ekki betur næst.
Fleiri læður eru gotnar og þarf ég að blogga meir um þær síðar.
Er ekki með upplýsingamöppuna hér heima og get ekki munað hvað allar læðurnar voru að koma með af ungum .
Set svo fljótlega upp myndaalbúm og sölualbúm.

Takk fyrir allir sem heimsækja þessa síðu .Og muna eftir gestabókinni elskurnar mínar.

08.04.2007 01:08

Stássa Opal Rex læða gotin 7 apríl


Ég var heldur spennt þegar að ég sá að Stássa var með hálm og hár í munninum að taka mynd af hreiðurgerðinni og þegar að ég var búin að smella af þá sá ég að hún var búin að gjóta einhverjum ungum! Ég lokaði varlega kassanum og fór að sinna hinum kanínum til að gefa henni frið.

Við Hebbi settum upp 6 hreiðurkassa í dag því að á morgun fara kanínurnar að gjóta og ekki seinna vænna að vera búin að setja þær í gotbúrin og kassana hjá þeim.Þetta átti ég að vera búin að gera fyrir nokkrum dögum en ég er alveg viss um að læðunum er sama þó ég hafi verið að stússast þetta í þeim á síðustu stundu því þær eru svo rólegar og vanar að ég sé á fleygiferð með þær.
Það eru fimm Loop læður að fara að gjóta og ein Castor Rex.Þær áttu að vera tvær en hún Snara er greinilega ekki ungafull og er að svíkja mig um unga eina ferðina enn.Ekki gott því hún er undan svo svakalega fallegri læðu henni Fríðu.Alveg synd að dætur Fríðu séu að svíkja mig svona með unga aftur og aftur.

Allir ungarnir hennar Silfru lifa og er Silfra svona dugleg að mjólka og líka að reyta sig meir og meir og alltaf stækkar hreiðið hjá henni.Bara flott hvað hún er með mikil móðurgen í sér.Ég ætlaði að reyna að snúa hreiðrinu hennar þannig að ungarnir væru ekki alveg við dyraopið en þarsem Silfra er sérstaklega rólynd og góð og ekkert stressuð þá læt ég hana um þetta.Sumar læðurnar eru alltaf að hoppa inn og útúr kassanum ef maður er nærri og ef ungarnir eru beint fyrir neðan opið þá eiga þær það til að slasa þá eða jafnvel drepa með látum!
Ég setti hendina yfir mitt hreiðrið hjá Silfru og stígur þvílíkur hiti þar upp.Bara hið besta mál og best að láta hana í friði með þetta.


Keladóttir er ansi þung á sér og kemur líklega með stórt got.Ég þarf að sækja bókina með öllum upplýsingum um þær á morgun og setja hér inn hvaða högni á með hverri læðunni ungana því að ég hef ákveðið að halda úti nokkurskonar dagbók hér um kanínubúið mitt.

05.04.2007 00:39

Silfra gotin faðirinn er Risi.

Þá er fyrsta kanína gotin hjá okkur og var það hún Silfra kellingin sem hefur ekki áður komið með unga þrátt fyrir margar tilraunir.
Hreiðrið hjá henni er ekkert smá flott og líklega eru ungarnir einir 7 talsins.
Silfra er blendingur af Loop og Castor Rex.Hrikalega flott kanína,stór og vel byggð.Ég er mikið spennt að vita hvernig ungarnir muna koma til með að líta út!

Svona á kanínuhreiður að líta út.Silfra hefur haft vit á því að reyta sig vel en staðsetningin á ungunum er ekki góð.Hún hoppar beint ofaná þá þegar að hún kemur inní kassann.Þessu þarf ég að breyta á morgun og snúa hreiðinu þannig að ungarnir séu í hinu horninu.
best er að gera það þannig að móðirin sé upptekin við að éta td brauð eða fóðurbætinn sinn og taka kassann frá eitt augnablik á meðan það er gert.Stundum "þvæ" ég hendurnar uppúr fóðurbætinum áður en ég snerti ungan eða hreiður.Það er góð öryggisráðstöfun svo móðirin átti sig síður á að hreyft hafi verið við hreiðrinu.

Ég stalst til að kíkja á litlu krílin smá.Betra að athuga strax hvort að allir séu á lífi og fjarlægja strax ef einhver er dauður.
Það er mynd af móðurinni hér fyrir neðan á fyrstu færslunni.
Ekkert smá spez á litinn og með Castor Rex feld!
  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 328122
Samtals gestir: 92575
Tölur uppfærðar: 27.9.2021 21:23:56

Vafraðu um

Fána teljari


free counters

Kanínukonan ógurlega:)

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (kölluð Ransý:)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði 250 Garði

Heimasími:

422-7363

Önnur vefsíða:

http://asgardur.123.is/

Um:

Er kanínubóndi til margra ára og ætla að halda þessu streði áfram enda með eindæmum þrjósk og þver manneskja:) Þrjóska og þolinmæði þrælvirkar í þessum búskap!

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar